Grindavík er komið áfram í bikarnum eftir 2-1 sigur á HK í kvöld. Grindavík komst yfir með tveimur mörkum frá Magnús Björgvinssyni. Í fyrra skipti rændi hann boltanum af markmanni HK en það seinna skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Scotty. Hafsteinn Briem minnkaði muninn á 31. mínútu úr aukaspyrnu. Eftir það gerðist lítt markvert næstu 50 mínúturnar, …
Grindavík mætir HK í bikarnum
Eftir tæplega 3ja vikna pásu rúllar boltinn aftur af stað hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu í kvöld. Strákarnir okkar mæta þá HK í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar á Grindavíkurvelli kl. 19.15. Grindavík hefur gengið afar illa í bikarnum undanfarin ár og finnst mörgum kominn tími til að sjá liðið fara langt í keppninni í ár. HK er í neðsta sæti …
Stelpurnar komnar áfram í bikarnum
Grindavík mætti í gær Fjölni í 16 liða úrslitum Valitor bikar kvenna. Leikið var í Grafarvogi og kom Shaneka Gordon Grindavík yfir á þriðju mínútu leiksins og var líkleg til að bæta við mörkum en það var Saga Kjærbach Finnbogadóttir sem skoraði annað mark Grindavíkur á 25. mínútu. Þriðja mark leiksins kom 25. mínútu og var þar af verki Shankea …
Tap gegn Þrótti
Grindavík og Þróttur áttust við á Valbjarnarvelli í gær í botnslagi Pepsi deild kvenna. Grindavík átti enn eftir að innbyrða stig í sumar fyrir leikinn en Þróttur var búið að ná sér í tvö stig. Á fyrstu mínútunum voru heimastúlkur betri en Grindavík færði sig upp á skaftið og komst yfir á 33.mínútu með marki frá Shaneku. Þróttarar jöfnuðu …
Fyrirmyndarleikmaðurinn – Herferð gegn munntóbaksnotkun
Fyrirmyndarleikmaðurinn er átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun knattspyrnumanna, á vegum Embætti Landlæknis, KSÍ, UMFÍ og ÁTVR. Einnig er herferðinni beint gegn notkun tóbaks á íþróttasvæðum. Forustumenn íþróttafélaganna eru hvattir til að fylgja eftir ályktun ÍSÍ um að útrýma allri notkun tóbaks úr öllu íþróttastarfi. Átakið mun standa frá júní til loka september, eða yfir keppnistímabil knattspyrnumanna. Ástæða þess að átakinu er beint …
100 ára saga Íslandsmótsins
Knattspyrnuunnendum verður í júní boðið upp á 10% afslátt af bókinni: 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, fyrra bindi. Hér er um að ræða glæsilega bók upp á 384 blaðsíður, sem segir sögu knattspyrnunnar á Íslandi í máli og myndum. Í bókinni er sagt frá upphafi knattspyrnunnar á Íslandi frá 1870 fram til að fyrsta Íslandsmótið fór fram 1912 og …
Útskrifuðust með hæstu þjálfaragráðu
Ólafur Örn Bjarnason þjálfari karlaliðs Grindavíkur, Jón Þór Brandsson þjálfari kvennaliðs Grindavíkur og Ægir Viktorsson yfirþjálfari yngri flokka Grindavíkur voru á meðal 35 þjálfara sem voru útskrifaðir með KSÍ A þjálfaragráðu á dögunum. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ afhendi þjálfurunum skírteinin sín við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum KSÍ fyrir landsleik Íslands og Danmerkur. KSÍ A gráðan samsvarar UEFA A þjálfararéttindum, er …
Leynivinur býður á leik Grindavíkur og Breiðabliks
Kvennalið Grindavíkur mætir Breiðablik í Pepsideild kvenna á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld. Ókeypis aðgangseyrir er á völlinn þar sem leynivinur kvennaboltans býður öllum á völlinn. Stelpurnar eru án stiga eftir þrjá leiki en ætla að bæta fyrir það í kvöld. Auglýsingu frá stelpunum fyrir leikinn í kvöld má sjá hér.
Alexander á forsíðu youtube
Myndband af vítaspyrnunni frægu hjá Alexander Magnússyni hefur farið eins og eldur um sinu á netinu. Markið sem hann skoraði gegn Þór 30.maí er til að mynda á forsíðu youtube þar sem yfir 460.000 manns hafa skoðað það. Einnig hefur myndbandið farið inn fjölda síðna um allan heim þar sem menn bera saman þetta víti við það sem U-19 ára …
Fjórir í æfingahóp körfuboltalandsliðsins
Peter Öqvist og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið sinn fyrsta æfingahóp fyrir Norðurlandamótið í körfubolta sem fram fer í Sundsvall í sumar. Í hópnum er 22 leikmenn og eru fjórir frá Grindavík: Páll Axel Vilbergsson, Ólafur Ólafsson og nýju mennirnir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson. Fyrstu æfingarnar fara fram um næstu helgi en hópurinn leggur af stað til …