Stjórn knattspyrnudeildar UMFG samþykkti á stjórnarfundi sínum að ganga til viðræðna við Guðjón Þórðarson sem næsta þjálfara liðsins. Guðjón er einn reynslumesti þjálfari landsins og hefur m.a. þjálfað íslenska landsliðið, í Englandi, Noregi og íslensk félagslið með góðum árangri. Vonast er til þess að gengið verði frá samningum um leið og Guðjón kemur til landsins úr fríi um næstu mánaðarmót.
Flott helgi að baki hjá minnibolta drengja.
Strákarnir í minnibolta drengja stóðu sig vel um helgina í fyrsta fjölliðamóti vetrarins sem fór fram um helgina í Grindavík. Þeir unnu 2 og töpuðu 2. Fyrsti leikurinn tapaðist og virtust drengirnir vera stressaðir í byrjun móts. Leikurinn var á móti Hrunamönnum og endaði hann 14-33 eftir góðan endasprett hjá Hrunamönnum. Hrunamenn enduðu á því að vinna alla sýna leiki. …
Sigur í Lengjubikarnum
Grindavík vann KFÍ á útivelli í fyrsta leik sínum í b-riðli Lengjubikarsins. Lokatölur urðu 75-100. Enn og aftur er gaman að sjá hversu vel stigaskorið dreifist en ef Ómar hefði sett einu stigi meira þá hefðu hvorki fleiri né færri en 8 leikmenn skorað 10 stig eða meira!! Giordan var stigahæstur með 18 stig og gaf 6 stoðsendingar og Bullock …
Grindavík á toppnum
Grindvíkingar hafa enn fullt hús stiga á toppi Iceland Express-deildar karla eftir heimsókn ÍR-inga í Röstina, en þar höfðu heimamenn fjórtán stiga sigur, 87-73. Grindavík var í bílstjórasætinu nánast allan leikinn, en gekk á löngum köflum bölvanlega að hrista baráttuglaða ÍR-inga af sér. Grindavík vann fyrstu þrjá leikhlutana, engan þeirra þó með miklum mun, hafði forystu í hálfleik 41-32 og …
Nefbrot í Röstinni
James Bartolotta, leikmaður ÍR, var fluttur með sjúkrabíl frá Grindavík eftir hörku samstuð við J´Nathan Bullock í leik Grindavíkur og ÍR í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöld. Bartolotta fékk það slæmt högg að hann vankaðist og nefbrotnaði illa. Bartolotta fiskaði ruðning á Bullock en sá síðarnefndi virtist fara með olnbogann beint í nefið á ÍR-ingnum og hann lág …
Sigurgangan heldur áfram
Grindavík er eitt á toppi Iceland Express deildar karla, eftir öruggan 87-73 sigur á ÍR í Röstinni í gærkvöldi. Njarðvík, Stjarnan og Snæfell geta reyndar tyllt sér við hlið okkar en þau leika í kvöld.ÍR-ingar náðu að halda aðeins í við okkur í fyrri hálfleik og það munaði ekki nema 9 stigum að honum loknum, 41-32. Fljótlega í öðrum leikhluta var …
Flott byrjun
Þriðja umferð Iceland Express deildar karla hefst á morgun og mæta okkar menn ÍR á heimavelli. Leikurinn hefst kl. 19:15. Ãg ætla aðeins að rýna à leikinn. ÃR-ingar eru Kanalausir ef svo má að orði komast þvà báðir útlendingarnir þeirra eru með evrópsktvegabréf, þeir Nemanja Sovic og James Bartolotta. Ãeir eiga þvà að geta átt heilan helling inni ef þeirnýta …
Auðvelt gegn Fjölni
Leik Fjölnis og Grindavíkur lauk með 95-73 sigri Grindavíkur í Iceland-Express deild karla í gærkvöld. Grindavík hefur byrjað tímabilið vel, þeir unnu núverandi tvöfalda meistara, KR í meistarar meistaranna og unnu svo nágranna sína í Keflavík í fyrsta leik deildarinnar. Grindvíkingar hófu leikinn vel og náðu strax forskotinu sem þeir áttu eftir að halda út leikinn, Fjölnismenn voru þó …
2-0!
Grindvíkingar héldu í heimsókn í Gravavoginn í kvöld, þar sem þeir mættu Fjölnir, leikurinn var raunverulega aldrei skemmtilegur þar sem Grindavíkustrákarnir tóku öll völd á vellinu frá fyrstu mínútu! Það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr eftir kvöldið, fyrst skal nefna hvað stigaskorið dreifðist vel, en sex leikmenn voru með yfir tíu stig í kvöld og þar á …
Úrslit helgarinnar
Grindvískir körfubotlaiðkenndur kepptu á mörgum vígstöðum um helgina. Grindavík sigraði Fjölni í Iceland Express deild karla 95-76 í gær. ÍG spilaði sinn fyrsta leik í vetur í 1.deildinni þar sem þeir lögðu FSu 95-91 og hægt er að lesa fína lýsingu af leiknum á karfan.is Um helgina var einnig haldið fjölliðamót hér í Grindavík þar sem lið í stúlknaflokki áttust við. Í …