Rætt við Guðjón

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Stjórn knattspyrnudeildar UMFG samþykkti á stjórnarfundi sínum að ganga til viðræðna við Guðjón Þórðarson sem næsta þjálfara liðsins.

Guðjón er einn reynslumesti þjálfari landsins og hefur m.a. þjálfað íslenska landsliðið, í Englandi, Noregi og íslensk félagslið með góðum árangri. Vonast er til þess að gengið verði frá samningum um leið og Guðjón kemur til landsins úr fríi um næstu mánaðarmót.