Sigur í Lengjubikarnum

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík vann KFÍ á útivelli í fyrsta leik sínum í b-riðli Lengjubikarsins. Lokatölur urðu 75-100.

Enn og aftur er gaman að sjá hversu vel stigaskorið dreifist en ef Ómar hefði sett einu stigi meira þá

hefðu hvorki fleiri né færri en 8 leikmenn skorað 10 stig eða meira!!

Giordan var stigahæstur með 18 stig og gaf 6 stoðsendingar og Bullock var frákastahæstur með 8 en
hann setti einni 11 stig og gaf 5 stoðsendingar.

Áfram gakk og næst er það Iceland Express deildin á föstudagskvöld kl. 19:15 en þá koma
Tindastólsmenn í heimsókn og munu skarta nýjum þjálfara, engum öðrum en sjóhundinum
fyrrverandi af Hrafni Sveinbjarnarsyni, Bárði Eyþórssyni! Bárður gerði garðinn frægan sem leikmaður
fyrir lifandis löngu síðan með Snæfelli og Val og þjálfaði síðan Snæfell, ÍR og Fjölni með góðum
árangri. Það er nokkuð ljóst að Bárði og lærisveinum hans verður engin miskunn sýnd!

Áfram Grindavík!