Landssamband hestamannafélaga kynnti landsliðshópa LH fyrir árið 2020 í síðustu viku. Landsliðsþjálfarar LH, Sigurbjörn Bárðarson þjálfari A-landsliðs og Hekla Katharína Kristinsdóttir þjálfari U-21 árs landsliðs tilkynntu knapana sem valdir hafa verið í hópana. Við val á knöpum í landsliðshópana er tekið tillit til árangurs í keppni, reiðmennsku, hestakosts og íþróttamannslegrar framkomu. Grindvíkingurinn Sylvía Sól Magnúsdóttir hefur verið valinn í U-21 …
Páll Árni sigraði pílukastið á Reykjavíkurleikunum
Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur sigraði í úrslitaleik Reykjavíkurleikanna um liðna helgi gegn Friðrik Diego úr Pílukastfélagi Reykjavíkur 7-4. Keppni í pílukasti á Reykjavíkurleikunum var haldin í félagsaðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur, að Tangarhöfða 2, um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem pílukast er keppnisgrein á leikunum. Að sögn skipuleggjenda hjá Pílukastfélagi Reykjavíkur gekk mótið mjög vel fyrir sig og er líklega eitt glæsilegasta …
Grindavík tekur á móti Snæfelli í kvöld kl. 19:15. Frítt verður á leikinn
Grindavík tekur á móti liði Snæfells í Mustad-höllinni í kvöld miðvikudaginn 29. janúar kl. 19:15 í kvennakörfunni. Um mikilvægan leik er að ræða og hefur körfuknattleiksdeildin því ákveðið að hafa frítt á leikinn. Allir Grindvíkingar og Hólmarar eru hvattir til að skella sér í Mustad-höllina í kvöld.
Vígsla nýrra íþróttasala í Grindavík
Sunnudaginn 2. febrúar kl. 14 verður formlega tekin í notkun viðbygging við íþróttamiðstöðina í Grindavík. Fulltrúar Grindavíkurbæjar og Ungmennafélags Grindavíkur munu flytja stutt ávörp, ungir iðkendur æfa og leika sér í nýju sölunum frá kl. 13:30 auk þess sem boðið verður upp á kaffiveitingar í Gjánni. Við sama tækifæri verður haldið upp á 85 ára afmæli UMFG og skrifað undir …
Actavismót Hauka
Actavis-mót Hauka í körfubolta fór fram á Ásvöllum um síðastliðna helgi. Meðal keppenda þar var hópur barna með sérþarfir sem körfuboltamaðurinn Kristinn Jónasson hefur þjálfað í Ólafssal síðan haustið 2018. Af tíu leikmönnum í liðinu voru tveir út Grindavík, þeir Hilmir og Kristján Patrekur. Kristinn, þjálfari liðsins, sagði í samtali við vefsíðuna Hafnfirðingur að smám saman hafi æfingarnar þróast með …
Grindavík í undanúrslit í bikarnum – tryggðu þér miða!
Karlaliðið okkar tryggði sér farseðilinn í Laugardalshöllina í bikarviku Geysis 12.-16. febrúar næstkomandi og dróst á móti Fjölni í undanúrslitum. Leikurinn fer fram kl. 17:30 miðvikudaginn 12. febrúar. Miðar verða bæði seldir í forsölu hér í Grindavík en líka á netinu á tix.is og er MJÖG MIKILVÆGT að þið verslið ykkar miða í gegnum þennan link því hann er eyrnamerktur …
Ungmennafélag Grindavíkur auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Við leitum að jákvæðum, drífandi og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið er laust frá og með 1. mars n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og fjárreiðum félagsins, gerð áætlana og styður við deildir félagsins í þeirra starfi. Framkvæmdastjóri er tengiliður félagsins við ÍS, ÍSÍ, UMFÍ og Grindavíkurbæ sem á og …
Skiptir máli að gefa til baka
Gunnar Már Gunnarsson og Ingibergur Þór Jónasson sinna báðir formennsku og framkvæmdastjórastöðu í stærstu deildum UMFG, knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild. Sjálfboðaliðastarfið er oft vanmetið af þeim sem ekki stunda slíkt starf. Oft er um mikla vinnu að ræða og áreiti oft mikið í litlu samfélagi. Grindavík hefur í gegnum tíðina státað af mannauði sem vill samfélaginu sínu vel og vinnur launalaust ýmist í …
Hrund og Jón Axel íþróttafólk Grindavíkur 2019
Körfuknattleiksfólkið Hrund Skúladóttir og Jón Axel Guðmundsson voru í dag útnefnd íþróttafólk Grindavíkur árið 2019, við hátíðlega athöfn í Gjánni. Hrund Skúladóttir er lykilleikmaður með meistaraflokki kvenna í körfuknattleik. Á árinu átti hún stóran þátt í því að koma liðinu upp í Domiosdeildina auk þess að vera lykilleikmaður með unglingaflokki. Hrund lék á árinu með U20 ára landsliði Íslands í …
Gleðileg Jól og farsælt komandi nýtt ár
Ungmannafélag Grindavíkur sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældir á nýju ári. Viljum við þakka kærlega fyrir góð samskipti við deildir innan UMFG og síðast en ekki síst iðkendum, þjálfurum og þeim ótrúlega mörgu sjálfboðaliðum sem sjá um að halda starfinu gangandi innan deildanna, án þeirra yrði starfið ekki eins frábært og það er í dag. Vonum við …