Vígsla nýrra íþróttasala í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Sunnudaginn 2. febrúar kl. 14 verður formlega tekin í notkun viðbygging við íþróttamiðstöðina í Grindavík. Fulltrúar Grindavíkurbæjar og Ungmennafélags Grindavíkur munu flytja stutt ávörp, ungir iðkendur æfa og leika sér í nýju sölunum frá kl. 13:30 auk þess sem boðið verður upp á kaffiveitingar í Gjánni.

Við sama tækifæri verður haldið upp á 85 ára afmæli UMFG og skrifað undir samning um fjölþætta heilsueflingu 65 ára og eldri.

Öllum bæjarbúum er boðið að vera við athöfnina en opið verður í íþróttahúsinu til kl. 16:00.

Viðbyggingin sem tekin verður í notkun á sunnudaginn er rúmlega 2.000 m2. Þar er m.a. að finna stóran íþróttasal, annan minni, fjóra búningsklefa, áhaldageymslu, afgreiðslurými og ræstiherbergi.