Grindavík í undanúrslit í bikarnum – tryggðu þér miða!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Karlaliðið okkar tryggði sér farseðilinn í Laugardalshöllina í bikarviku Geysis 12.-16. febrúar næstkomandi og dróst á móti Fjölni í undanúrslitum. Leikurinn fer fram kl. 17:30 miðvikudaginn 12. febrúar.

Miðar verða bæði seldir í forsölu hér í Grindavík en líka á netinu á tix.is og er MJÖG MIKILVÆGT að þið verslið ykkar miða í gegnum þennan link því hann er eyrnamerktur Kkd. UMFG, öll sala rennur beint til okkar

Þetta er linkurinn:
https://tix.is/is/specialoffer/o33kyjc4nwzcm

Miðaverð:
2.500 kr fyrir 16 ára og eldri
1.000 kr fyrir 6 – 15 ára
Frítt fyrir 5 ára og yngri.

Nú fyllum við höllina og komum okkur í úrslitaleikinn!