Þriðjudaginn 29.nóvember kl. 19:30 mun forvarnarnefnd UMFG standa fyrir fyrirlestri í Hópskóla með hinum frábæra Sigurbirni Árna Arngrímssyni lífeðlisfræðingi á sviði þjálfunar. Fyrirlesturinn er ætlaður íþróttaiðkendum í 7.bekk og eldri. Þjálfarar og foreldrar eru hvattir til að mæta! Sigurbjörn hefur m.a. lýst frjálsum íþróttum í sjónvarpi og er sagður eini lýsandinn í heimi sem getur gert maraþonhlaup spennandi! Fjallað verður …
Jólasýning
JólasýningFimleikadeildar UMFG Verður haldinLAUGARDAGINN 3.DESEMBER.Í ár samanstendur sýningin af iðkendum úr 1.-10. bekk.Sýningin hefst kl 13:00 og stendur til 14:30.Íþróttarhúsið opnar fyrir gesti kl 12:30.Miðaverð er:1000.kr fyrir fullorðna.250.kr fyrir 6-16 ára.Frítt fyrir 5 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.Sjoppa verður á staðnum.(A.t.h. að við höfum ekki posa til að taka við greiðslum)Tilvalið að gera sér glaðan dag og koma …
Fækkar í kvennaliðinu – Orri í Þór?
Þrír lykilleikmenn hafa yfirgefið kvennalið Grindavíkur í fótbolta að undanförnu. Varnarmaðurinn Alma Rut Garðarsdóttir er gengin í raðir KR frá Grindavík en þetta var staðfest á vef KR í gær. Markvörðurinn Emma Higgins fór einnig í KR og Sara Hrund Helgadóttir er farin í FH. Alma spilaði ekki með Grindavik síðasta sumar vegna meiðsla en er komin á fullt núna …
Góður árangur á bikarmóti í taekwondo
Grindvíkingar stóðu sig vel á bikarmóti Taekwondosambands Íslands um síðustu helgi og unnu til sex verðlauna. Þar var Ylfa Rán Erlendsdóttir fremst í flokki en hún gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í bardaga og brons í formum í sínum aldursflokki. Árangur Grindvíkinga á mótinu varð eftirfarandi: Í bardaga; Ylfa Rán Erlendsdóttir – gull Andri Snær Gunnarsson – …
Leikur KR og Grindavíkur í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi
Stórleikur kvöldsins í Iceland Express deild karla í körfubolta er án efa leikur Íslandsmeistaraliðs KR og Grindavíkur. Leikurinn hefst kl. 19.15 í DHL-höllinni og verður bein sjónvarspsútsending frá leiknum á Vísi. Grindvíkingar eru engur að síður hvattir til þess að fjölmenna á leikinn. Grindavík er á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið alla 6 leiki sína fram til þessa. KR …
Grindavík pakkaði Íslandsmeisturunum saman
Grindavík fór illa með Íslands-og bikarmeistara KR í kvöld er liðin áttust við í DHL-höllinni í Iceland Express deild karla. Leikurinn endaði með 26 stiga sigri Grindvíkinga, 85-59. Með sigrinum er Grindavík komið með 14 stig á toppi deildarinnar og er liðið enn ósigrað í deildinni. KR er áfram í þriðja sæti með 8 stig. Fyrirfram var búist við jöfnum …
Bein útsending í kvöld
Stórleikur Grindavíkur og KR í DHL-höllinni verður sýndur beint á visir.is Vísir.is hefur verið með beinar sjónvarpsútsendingar af leikjum í haust og verður Henry Birgir Gunnarsson sem að lýsa. Aðrir leikir í kvöld eru Valur-ÍR og Haukar-Tindastóll þar sem Pétur Guðmundsson þjálfar Hauka í fyrsta skipti og það gegn fyrrum félögum í Tindastól. Þeim leik verður einnig lýst beint en …
Íslandsmeistararnir rassskelltir á beran bossann
Það var smá beygur í mér fyrir leik kvöldsins þrátt fyrir að Grindavíkurliðið hafi verið taplaust. Við höfum ekki verið að rúlla andstæðingum okkar upp til þessa og þar sem búast mátti við alvöru mótspyrnu í kvöld, þá gerði ég allt eins ráð fyrir að fyrsta tap tímabilsins yrði staðreynd. Sú varð heldur betur ekki raunin……. Strax frá fyrstu …
Stórleikur annað kvöld í DHL höllinni
Flestir körfuboltaunnendur þekkja þann netta pirring sem hellist yfir það við langa leit að bílastæði við DHL-Höllina. En þegar hann er horfinn, þá er DHL-Höllin einn skemmtilegasti staður til að njóta góðs körfubolta. Þetta verður hlutskipti okkar Grindvíkinga á morgun þegar við höldum í Frostaskjólið. Strákarnir hafa farið vel af stað og ekki tapað ennþá, þó endrum og eins hafi …
Ray gæti mætt Beckham og félögum
Ray Anthony Jónsson, bakvörður Grindvikinga, hefur verið valinn í landsliðshóp Filippseyja sem mætir bandarísku meisurunum í Los Angeles Galaxy þann 3. desember næstkomandi. Ray Anthony á að fara til Filippseyja næstkomandi þriðjudag en ekki er ljóst hvort að hann muni fara þar sem kona hans er ólétt. ,,Þetta fer eftir því hvort hún verði búinn að eiga eða ekki. Þetta ræðst …