Stelpurnar sitja sem fastast á toppnum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Stelpurnar tóku á móti Stjörnunni á laugardaginn í Röstinni. Um toppslag var að ræða. Eina tap stelpnanna kom einmitt á móti Stjörnustúlkum í fyrsta leik vetrarins. Strax í byrjun var ljóst að stelpurnar ætluðu að selja sig dýrt. Stjarnan byrjaði leikinn þó betur þar sem að sóknarleikur okkar gekk ekki sem skildi. Ákveðinn og góð vörn með þær ,Yrsu, Jeanne …

Bikartvenna í Röstinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í dag er bikartvenna í Röstinni þegar Grindavík og ÍG taka á móti öflugum andstæðingum. ÍG mætir Njarðvík í hörku bikarslag þar sem ÍG mun tefla fram öllum sínum gömlu kanónum en leikurinn hefst kl. 17. Strax á eftir kl. 19:15 tekur Grindavík á móti Haukum í öðrum bikarslag. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna en þjálfari Hauka er …

Fyrsta tap Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði sínum fyrsta leik í úrvalsdeild karla á leiktíðinni þegar nýliðar Þórs frá Þorlákshöfn komu í heimsókn. Þór vann með fjögurra stiga mun, 80-76 eftir að hafa unnið síðasta leikhlutann með níu stiga mun. Þar með skutu Þorlákshafnarbúar Grindvíkingum niður á jörðina eftir sigurinn í Lengjubikarnum.     Grindvíkingar voru ekki sjálfum sér líkir í þessum leik. En um …

Grindavík 76- Þór 80

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Þór Þorlákshöfn var fyrsta liðið til að sigra Grindavík í vetur þegar þeir sigruðu með fjórum stigum í gær Það var sterkur endasprettur sem skóp þennan sigur hjá gestunum en leikurinn var jafn mest allan tímann.  Á sama tíma sigruðu þau lið sem eru í sætunum fyrir neðan sína leiki og því spenna að myndast í deildinni. Stigahæstur hjá Grindavík …

Hörku leikur – og bílabón!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þrátt fyrir að allt sé á kafi í snjó verður stórleikur í körfuboltanum í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Þór Þorlákshöfn kl. 19:15 í Röstinni. Ekki er fært Suðurstrandarveginn en Þorlákshafnarbúar mæta engu að síður á svæðið en liðinu fylgir kröftugur og skemmtilegur stuðningsmannahópur. Helgina 16. og 17. desember verður körfuboltinn með sitt árlega bílabón. Miði verður sendur í …

Ray mætti Beckham

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ray Anthony Jónsson, leikmaður Grindvíkinga, var í liði Filippseyja sem tapaði 6-1 gegn LA Galaxy í æfingaleik um síðustu helgi. LA Galaxy er í æfingaferð í Asíu þessa stundina og allir helstu leikmenn liðsins eru með í för. Þar á meðal eru David Beckham og Robbie Keane en þeir voru báðir á skotskónum. Um það bil 10 þúsund manns mættu á leikinn …

Bikarleikir um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bæði Grindavík og ÍG eiga leiki í Powerade-bikarnum um helgina og stelpurnar mæta Stjörnunni Á laugardeginum tekur kvennalið Grindavíkur á móti Stjörnunni í 1.deildinni og hefst leikurinn klukkan 16:00 Á sunnudeginum fara fram tveir áhugaverðir bikarleikir.  Fyrst er það ÍG sem tekur á móti Njarðvík klukkan 17:00 og í framhaldi af þeim leik taka nýkrýndir Lengjubikarmeistarar á móti Haukum klukkan …

Ekki gleyma tippinu

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Minnum á getraunastarf knattspyrnudeildarinnar á laugardagsmorgnum. Milljónirnar streyma inn hjá getspökum Grindvíkingum þar sem einn hópurinn hefur m.a. unnið 5. milljónir á síðustu 4 vikum.

Grindavík Lengjubikarmeistari

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tryggði sér í gær sigur í Lengjubikarkeppni karla með því að leggja Keflavík að velli í stórskemmtilegum, hádramatískum og spennandi úrslitaleik, 75-74. Keflvíkingar höfðu sjö stiga forystu í hálfleik og voru yfir lengstum í síðari hálfleik, en frábær endasprettur Grindvíkinga, þar sem hugarró og skynsemi voru í aðalhlutverki, tryggðu grindvískan sigur. Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík buðu upp á ljómandi …

Suðurnesjaslagur í úrslitum Lengjubikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík og Keflavík tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitum Lengjubikarkeppni karla í körfuknattleik; Grindavík vann Þór 80-66 í fyrri undanúrslitaleiknum í DHL-höllinni og Keflavík hafði betur gegn Snæfelli 93-88 í síðari leiknum. Grindavík og Keflavík leika til úrslita í dag kl. 16:00 í íþróttahúsi KR. Þór Þ. 66-80 Grindavík (17-28, 23-14, 15-18, 11-20)Grindvíkinar hófu leikinn í DHL-höllinni í kvöld …