Fótbolti.net mótið að byrja

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Á morgun mætast ÍBV og Grindavík í fotbolti.net mótinu sem fram fer næsta mánuðinn. Er þetta í annað sinn sem þetta mót fer fram en þarna mætast öll bestu lið landsins á meðan Reykjavíkurliðin spila í sínu Reykjavíkurmóti. Þar sem þetta er ekki KSÍ mót þá mega liðin tefla fram mönnum sem ekki eru á skrá hjá sér og geta …

Alexander fer ekki til Noregs

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

,,Ég er virkilega ósáttur með þessa ákvörðun, sérstaklega þar sem Jónas formaður sagði alltaf að hann kæmi ekki í veg fyrir að ég fari út í atvinnumennsku,” sagði Alexander Magnússon bakvörður Grindavíkur við Fótbolta.net í gærkvöld en ekkert verður úr því að hann fari á reynslu hjá norska liðinu Sogndal því Grindavík hefur bannað honum að fara út. Alexander átti …

Grindavík dróst gegn Stjörnunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í gær var dregið í 8-liða úrslit í bikarkeppni kvenna í körfubolta. Grindavík var í pottinum og mætir Stjörnunni, leikurinn fer fram 21.- 23. janúar. Bæði liðin eru í 1. deild þar sem þau verma toppsætin, Grindavík í því fyrsta. Liðin mættust fyrir mánuði í deildinni þar sem Grindavík fór með sigur af hólmi, 76-53.   Aðrir leikir í bikarkeppni kvenna …

Grindavík sækir Stjörnuna heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkingar fá ekki mikinn tíma til að sleikja sárin eftir bikartapið gegn KR því okkar menn sækja Stjörnuna heim í kvöld í Garðabæ kl. 19:15 í úrvalsdeildinni. Stjarnan mætir með glænýjan liðsmann í leikinn, Renato Lindmets, sem lék með þeim reyndar á síðustu leiktíð og er feiki öflugur. ,,Ég tel það vera augljóst af hverju við bætum við okkur, við …

Íhuga að kæra Sogndal vegna Alexanders

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar stóðu að því er virðist í vegi fyrir því að Alexander Magnússon færi á reynslu til Sogndal í Noregi eins og fram kom í fréttum í gærkvöldi. Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur segir í samtali við Víkurfréttir að lið Sogndal hefði brotið á Grindvíkingum og að það væri alkunna að norsk lið ættu í miklum fjárhagserfiðleikum. Grindvíkingar vilja því …

Frábært comeback og 2. leikja forskot!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það var eflaust beigur í mörgum fyrir leik kvöldsins á móti Stjörnunni sem vermdi 2. sætið í Iceland Express deildinni, einungis 1 sigurleik frá okkur.  Við töpuðum hinum stóra leik á móti KR á mánudagskvöldið og margir héldu kannski að sú vonbrigði myndu sitja í okkar mönnum.  Aldeilis ekki!!  Við hreinlega rúlluðum Stjörnumönnum upp og hefði ekki verið fyrir nettan …

Golfskálinn ekki í eigu GG?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í skýrslu formanns á aðalfundi Golfklúbbs Grindavíkur fyrir skömmu kom fram að í haust bárust stjórn GG þær fréttir að núverandi golfskáli er ekki skráður í eigu golfklúbbsins en árið 2008 færði Fjársýsla ríkisins húsnæðið undir sína eign. Eins og flestir félagar vita þá hafði Golfklúbburinn fengið húsnæðið að gjöf frá ríkinu og byggði núverandi golfskála upp með sínu fjármagni …

Jón gerður að heiðursfélaga GG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ekki alls fyrir löngu var haldið afmælishóf í framtíðar golfskála GG-manna. Þar voru m.a. félagar GG heiðraðir fyrir störf sín í þágu klúbbsins og golfíþróttarinnar. Meðal annars var Jón Guðmundsson gerður að heiðursfélaga en hann er sjá sjöundi í sögu GG sem fær slíka viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf og fórnfýsi í þágu klúbbsins.:  Þeir sem fengu gullmerki klúbbsins voru: Aðalgeir Georg …

Alexander til reynslu hjá Sogndal

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Alexander Magnússon bakvörður Grindvíkinga er þessa dagana á reynslu hjá Sogndal í Noregi.  Alexander vakti athygli fyrir góða frammistöðu með Grindvíkingum á síðasta tímabili en hann var í lykilhlutverki hjá liðinu. Sogndal er einnig með Svía og Finna á reynslu en þeir munu líkt og Alexander leika með liðinu í æfingamóti um næstu helgi. ,,Magnusson er spennandi bakvörður sem er …

Dregið í 8-liða bikar kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Í dag var dregið í 8-liða úrslit í bikarkeppni kvenna. Grindavík var í pottinum og fær drógst á móti Stjörnunni, leikurinn fer fram 21- 23 janúar.  Bæði liðin eru í 1.deild þar sem þau verma toppsætin, Grindavík í því fyrsta. Liðin mættust fyrir mánuði í deildinni þar sem Grindavík fór með sigur af hólmi, 76-53. Aðrir leikir í bikarkeppni kvenna …