Frábært comeback og 2. leikja forskot!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Það var eflaust beigur í mörgum fyrir leik kvöldsins á móti Stjörnunni sem vermdi 2. sætið í Iceland Express deildinni, einungis 1 sigurleik frá okkur.  Við töpuðum hinum stóra leik á móti KR á mánudagskvöldið og margir héldu kannski að sú vonbrigði myndu sitja í okkar mönnum.  Aldeilis ekki!!  Við hreinlega rúlluðum Stjörnumönnum upp og hefði ekki verið fyrir nettan kæruleysisbrag í lokafjórðungnum þá hefðu Stjörnumenn varla skriðið yfir 50 stigin…..

Vörnin er okkar aðalsmerki og hún væntanlega vann leikinn í kvöld, öðru fremur.  Ég sá ekki leikinn en reyni að vera spekingslegur héðan af hafinu í gegnum live statið….

Giordan náði sér greinilega á strik í kvöld, hið minnsta skv. tölfræðinni….  Hann var með 3falda tvennu, 19stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar.  Svona vill ég alltaf sjá Giordan!

Bullock Tvenna var með 14 stig og 11 fráköst.

Aðrir sem fóru yfir 10 stiga múrinn voru Ómar með 12 stig og 5 fráköst og Jói Ólafs með 15 stig og 4 stoðsendingar.  Jói hefur að mínu mati verið að spila vel í vetur en hefur þá ekki alveg verið á fjölinni sinni í skotunum svo það eru frábærar fréttir fyrir okkur í þeirri svæðisvörn sem hin liðin beita okkur miskunarlaust þessa dagana, ef Jói nær sér á strik í skotunum.

Flottur sigur og 4. stiga (2. leikja) forskot staðreynd!  Stjarnan og Keflavík koma okkur næst með 3 töp og því er annar 4.stiga leikur í vændum því við mætum Keflavík í næsta leik og sömuleiðis á útivelli.  Sá leikur fer fram eftir viku.

Áfram Grindavík!