Jón gerður að heiðursfélaga GG

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Ekki alls fyrir löngu var haldið afmælishóf í framtíðar golfskála GG-manna. Þar voru m.a. félagar GG heiðraðir fyrir störf sín í þágu klúbbsins og golfíþróttarinnar. Meðal annars var Jón Guðmundsson gerður að heiðursfélaga en hann er sjá sjöundi í sögu GG sem fær slíka viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf og fórnfýsi í þágu klúbbsins.: 

Þeir sem fengu gullmerki klúbbsins voru: Aðalgeir Georg Daði Johansen, Arnar Sigurþórsson, Bjarni Andrésson, Bragi Ingvason, Kristín Ingeborg Mogensen, Hjálmar Hallgrímsson og Gunnar Már Gunnarsson. Tveir aðilar voru heiðraðir af GSÍ og fengu gullmerki þess: Halldór Ingvason og Aðalgeir Georg Daði Johansen fyrrum formenn GG. 

Efsta mynd: Jón og Páll formaður GG.

Frá afmælismótinu í haust í framtíðargolfskála GG.

Hörður framkvæmdastjóri GSÍ sem heiðraði þá Halldór og Aðalgeir með gullmerki GSÍ. Með þeim er Páll formaður GG.

Þau fengu gullmerki GG: Hjálmar Hallgrímsson (bróðir hans Jóhann Þorgrímur tók við merkinu), Aðalgeir Georg Daði Johansen, Arnar Sigurþórsson, Bragi Ingvason, Kristín Ingeborg Mogensen, Bjarni Andrésson ásamt Páli formanni. Á myndina vantar Gunnar Má Gunnarsson sem einnig fékk gullmerki.