Fótbolti.net mótið að byrja

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Á morgun mætast ÍBV og Grindavík í fotbolti.net mótinu sem fram fer næsta mánuðinn.

Er þetta í annað sinn sem þetta mót fer fram en þarna mætast öll bestu lið landsins á meðan Reykjavíkurliðin spila í sínu Reykjavíkurmóti.

Þar sem þetta er ekki KSÍ mót þá mega liðin tefla fram mönnum sem ekki eru á skrá hjá sér og geta þannig að prófað nýja menn.

Fyrsti leikur Grindavíkur er gegn ÍBV á morgun klukkan 13:15 og fer fram í Kórnum Kópavogi.
24.janúar mætast Stjarnan og Grindavík á sama stað og svo er það leikur gegn Selfoss 28.janúar