Hvað? Forsala á 2. leikinn á milli Grindavíkur og Þórs í Þorlákshöfn sem fram fer á morgun, fimmtudag og hefst kl. 19:15. Hvar? Aðstaða kkd. umfg í einni af útistofunum við skólann. Hvenær? Á milli 17-20 í dag, miðvikudag.Verður að borga með reiðufé. Miðinn sem fyrr á 1500 kr. Allir að tryggja sér miða sem fyrst! Það er verið að …
Rútuferð – ef þátttaka er næg
Rútuferð á leikinn á morgun! Því miður náðist ekki að fá spons á rútuferðina á morgun en Körfuknattleiksdeildin getur útvegað rútu og mun kosta 1000 kr í hana. En þá verður líka að fylla rútuna sem tekur 66 manns. Selt verður í hana í dag, samhliða forsölunni á sjálfan leikinn og ef ekki næst nægileg þátttaka, þá verður hætt við …
Rútuferð staðfest og áframhaldandi forsala
Forsalan gekk vel í dag en þó eru miðar eftir og þar sem við ætlum okkur að mæta með sem flesta verður forsölunni haldið áfram á morgun á Olís-bensínstöðinni, frá og með kl. 8 og þar til síðasti miði er seldur! Rútan mun fara en ennþá eru laus sæti í hana og er mikilvægt að fylla hana! Rútan mun birtast …
Grindavík spáð 10 sæti
Fótbolti.net hefur fengið fótboltaspekinga til að spá fyrir um gengi liða í Pepsi deildinni í sumar. Grindavík er spáð 10.sæti Spánna má sjá á þessum tengli en í henni segir Heimir Hallgrímsson m.a. að strykleikar liðsins verða “varnarleikur verður þeirra aðalsmerki og styrkleiki í sumar. Þeir munu verða það lið sem verður hvað erfiðast að brjóta niður. Það verður helsta …
Gunnar besti ungi leikmaðurinn hjá Ipswich
Gunnar Þorsteinsson sem er á mála hjá Ipswich var í gær valinn “young player of the season” á lokahófi leikmanna. Fyrr í vikunni varð hann fyrir valinu sem besti leikmaður unglingaliðsins hjá stuðningsmannaklúbb liðsins, svokallaðan Dale Roberts bikar. Carlos Edwards var hinsvegar valinn leikmaður tímabilsins hjá aðalliðinu. Gunnar hefur leikið vel með U18 ára liði Ipswich í vetur en hann …
Færðu Teiti blóm
Grindvíkingar launuðu Teiti Örlygssyni þjálfara Stjörnunnar fyrir skjót og fagmannleg vinnubrögð þegar Ólafur Ólafsson meiddist í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum eins og frægt er nú orðið. Teiti var færður blómvöndur fyrir leik Grindvíkinga og Þórs í gærkvöldi og áhorfendur klöppuðu honum lof í lófa. Mynd: Víkurfréttir
Fyrsta skrefið í átt að stóra titlinum
Þetta lítur vel út. Grindavík sigraði Þór 93-89 í fyrstu rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla eftir æsispennandi lokasprett. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn allan tímann en Þórsarar eru ótrúlega seigir hefðu hæglega getað stolið sigrinum í lokin. Sigurður Gunnar Þorsteinsson gaf tóninn fyrir Grindavík og hóf leikinn með troðslu og Grindavík tók öll völd á vellinum. Mikið var skorað …
Myndasyrpa úr Röstinni
Það var líf og för í Röstinni í gærkvöldi þegar Grindavík lagði Þór í fyrstu rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Þorsteinn Gunnar Kristjánsson ljósmyndari var á leiknum og hér má myndasyrpu frá honum.
Tveir enskir leikmenn til Grindavíkur
Grindvíkingar hafa fengið liðsstyrk fyrir sumarið en Jordan Edridge og Gavin Morrison munu leika með liðinu í Pepsi-deildinni. Jordan hefur verið til skoðunar hjá Grindvíkingum undanfarið en Gavin er væntanlegur til landsins á morgun. Gavin leikur með Inverness og kemur þaðan að láni. Báðir spila þeir á miðjunni. Gavin er 22 ára en hann spilaði fimm leiki með Inverness í skosku úrvalsdeildinni …
Myndband af troðslu Bullock
Af mörgum glæsilegum tilþrifum gærkvöldsins var troðsla J’Nathan Bullock með þeim flottari sem sést hefur lengi. Leikbrot var með myndavélina á leiknum í gær og náði henni ágætlega á video Samsett mynd hjá karfan.is nær henni einnig vel.