Gunnar besti ungi leikmaðurinn hjá Ipswich

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Gunnar Þorsteinsson sem er á mála hjá Ipswich var í gær valinn “young player of the season” á lokahófi leikmanna.

Fyrr í vikunni varð hann fyrir valinu sem besti leikmaður unglingaliðsins hjá stuðningsmannaklúbb liðsins, svokallaðan Dale Roberts bikar.  Carlos Edwards var hinsvegar valinn leikmaður tímabilsins hjá aðalliðinu.

Gunnar hefur leikið vel með U18 ára liði Ipswich í vetur en hann hefur einnig spilað nokkra leiki með varaliði félagsins.

Á vef Víkurfrétta er hægt að lesa viðtal við Gunnar sem tekið var fyrr í vetur.