Grindavík spáð 10 sæti

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Fótbolti.net hefur fengið fótboltaspekinga til að spá fyrir um gengi liða í Pepsi deildinni í sumar.  Grindavík er spáð 10.sæti

Spánna má sjá á þessum tengli en í henni segir Heimir Hallgrímsson m.a. að strykleikar liðsins verða “varnarleikur verður þeirra aðalsmerki og  styrkleiki í sumar.  Þeir munu verða það lið sem verður hvað erfiðast að brjóta niður.  Það verður helsta breytingin á liðinu frá í fyrra.  Ég er alveg viss að Grindavík verður ekki í miðjumoði í sumar.  Fyrir mér verður tímabilið „annað hvort eða“   annað hvort gengur allt upp og liðið verður í toppnum eða í hinu mesta basli.”

Dagbjartur Einarsson segir hinsvegar “,,Ég er ekki svo svartsýnn en ég á ekki von á okkur í einhverri toppbaráttu, langt frá því.  Ég þykist vita að við verðum í neðri helmingnum og síðan vonar maður það besta.  Mér líst vel á Guðjón, hann er ábyggilega með kjaftinn á réttum stað.  Ég hef aðeins spurt út í það og hann lætur þá alveg heyra það, ég held að það sé bara gott.”

Einnig er þar viðtal við Guðjón Þórðarson og Tomi Ameobi ásamt upplýsingum um sektarsjóð liðsins

Grindavík og ÍA mætast í æfingarleik á gamla aðalvellinum klukkan 18:30 og upplagt tækifæri að sjá hvernig liðið kemur undan vetri því stutt er í fyrsta leik Íslandsmótsins.