Tveir enskir leikmenn til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindvíkingar hafa fengið liðsstyrk fyrir sumarið en Jordan Edridge og Gavin Morrison munu leika með liðinu í Pepsi-deildinni. Jordan hefur verið til skoðunar hjá Grindvíkingum undanfarið en Gavin er væntanlegur til landsins á morgun. Gavin leikur með Inverness og kemur þaðan að láni.

Báðir spila þeir á miðjunni. Gavin er 22 ára en hann spilaði fimm leiki með Inverness í skosku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Edridge er uppalinn hjá Chesterfield en hann fór frá félaginu síðastliðið sumar. Í vetur lék hann með New Mills í ensku utandeildinni. Fótbolti.net greinir frá.