Grindavík er komið áfram í Borgunarbikarnum eftir 1-0 sigur á Keflavík í kvöld og verður því í hattinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit. Byrjunarlið Grindavíkur var óbreytt frá leiknum gegn ÍA: Óskar, Ólafur, Loic, Mikael, Ray, Matthías, Markó, Alexander, Alex, Óli Baldur og Ameobi. Á bekknum voru Binni, Björn Berg Bryde sem kom inn fyrir Alexander, Paul, Scotty, …
Sumaræfingar hjá körfuboltanum
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur mun standa fyrir sumaræfingum fyrir krakka í sjöunda flokk og eldri. Kynningarfundur er á dag, þriðjudaginn 5. júní, í íþróttahúsinu klukkan 15:00 og æfing strax á eftir. Það eru Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður og þjálfari yngri flokka Grindavíkur, sem mun stýra æfingunum og Óli Baldur Bjarnason, ÍAK einkaþjálfari, mun sjá um styrktarþjálfunina. Æfingarnar verða í sumar frá klukkan 15:00-17:00 …
Skemmtileg tilþrif á Bacalaomóti knattspyrnudeildar
Knattspyrnudeild UMFG hélt Bacalaomót í knattspyrnu á fimmtudeginum fyrir Sjóarann síkáta annað árið í röð. Alls mættu hátt í 150 keppendur til leiks, allt fyrrverandi leikmenn, stjórnarmenn og velunnarar fótboltans í Grindavík. Keppt var á Grindavíkurvelli þar sem sáust mörg stórskemmtileg tilþrif. Þeir sem ekki gátu spilað tóku þátt í vítaspyrnukeppni þannig að allir fengu eitthvað fyrir sinn snúð. Eftir …
Borgunarbikarinn
Bæði karla og kvennalið Grindavíkur taka þátt í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins næstu daga. Stelpurnar mæta sameiginlegu liði HK/Víkings á Kópavogsvelli í kvöld klukkan 20:00 en strákarnir mæta Keflavík á morgun á Nettóvellinum í Keflavík á morgun klukkan 19:15 Samkomulag hefur náðst á milli 365 miðla, KSÍ og Borgunar um það að Bikarkeppnin í knattspyrnu muni nefnast Borgunarbikarinn næstu tvö …
Sumaræfingar hjá körfuboltanum
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur mun standa fyrir sumaræfingum fyrir krakka í sjöunda flokk og eldri. Kynningarfundur er á morgun, þriðjudaginn 5.júní, í íþróttahúsinu klukkan 15:00 og æfing strax á eftir. Það er Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður og þjálfari yngri flokka Grindavíkur, sem mun stýra æfingunum og Óli Baldur Bjarnason, ÍAK einkaþjálfari, mun sjá um styrktarþjálfunina. Æfingarnar verða í sumar frá klukkan 15:00-17:00 …
Jafntefli á Sjóaranum síkáta
Grindavík og topplið ÍA skildu jöfn 2-2 í Pepsideild karla fyrir framan 1534 áhorfendur á hátíðarhöldum Sjóarans síkáta. Úrslitin voru nokkuð sanngjörn en engu að síður fékk Grindavík mun opnari færi í leiknum til að hirða stigin þrjú. Grindvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks og voru mun betri aðilinn framan af fyrri hálfleik. Þeir uppskáru svo mark á 34. mínútu …
Grindavík 2 – ÍA 2
Leikur Grindavíkur og ÍA í sjöttu umferð Pepsi deildar karla í gær var hin besta skemmtun sem endaði í 2-2 jafntefli Toppliðið og botnliðið voru þarna að mætast og getur toppliðið verið ánægt að hafa náð í eitt stig. Grindavík var nefnilega betri aðilinn í leiknum lengst af. Maður var vitni af besta leik Grindavíkur í sumar og eftir að …
Stórleikur í dag
Grindavík og ÍA mætast á Grindavíkurvelli klukkan 16:00 í dag. Öll umgjörðin er hin glæsilegasta, frábært veður, hátíð í fullum gangi, flestir bátar í landi, stöð2sport með beina útsendingu og von á fjölmörgum áhorfendur. Það er óskandi að leikurinn sjálfur verði á sömu nótum og hvet ég leikmenn liðsins að fagna sjómönnum með fyrsta sigri liðsins í Pepsi deildinni í …
Kennsla barna og unglinga hjá GG fellur niður á föstudag
Kennsla barna og unglinga hjá Golfklúbbi Grindavíkur fellur niður föstudaginn 1. júní. Ástæðan er sú að Sjóarinn síkáti hefst á föstudaginn ásamt því að skólaslit grunnskólans eru næsta föstudag. Ný tímasetning verður kynnt strax í næstu viku.