Borgunarbikarinn

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Bæði karla og kvennalið Grindavíkur taka þátt í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins næstu daga.

Stelpurnar mæta sameiginlegu liði HK/Víkings á Kópavogsvelli í kvöld klukkan 20:00 en strákarnir mæta Keflavík á morgun á Nettóvellinum í Keflavík á morgun klukkan 19:15

Samkomulag hefur náðst á milli 365 miðla, KSÍ og Borgunar um það að Bikarkeppnin í knattspyrnu muni nefnast Borgunarbikarinn næstu tvö keppnistímabil.  Mun því bikarkeppnin bera nafn Borgunar en framundan í vikunni eru ákaflega áhugaverðir leikir í 2. umferð Borgunarbikars kvenna og 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla.