Skemmtileg tilþrif á Bacalaomóti knattspyrnudeildar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Knattspyrnudeild UMFG hélt Bacalaomót í knattspyrnu á fimmtudeginum fyrir Sjóarann síkáta annað árið í röð. Alls mættu hátt í 150 keppendur til leiks, allt fyrrverandi leikmenn, stjórnarmenn og velunnarar fótboltans í Grindavík. 

Keppt var á Grindavíkurvelli þar sem sáust mörg stórskemmtileg tilþrif. Þeir sem ekki gátu spilað tóku þátt í vítaspyrnukeppni þannig að allir fengu eitthvað fyrir sinn snúð. Eftir leikina var svo skemmtikvöld í risatjaldi við Gula húsið en þar voru um 200 manns. Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna héldu uppi stuðinu en veislustjóri var Jón Gauti Dagbjartsson. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá fjörinu sem Haraldur Hjálmarsson tók.