Sumaræfingar hjá körfuboltanum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur mun standa fyrir sumaræfingum fyrir krakka í sjöunda flokk og eldri. Kynningarfundur er á dag, þriðjudaginn 5. júní, í íþróttahúsinu klukkan 15:00 og æfing strax á eftir.

Það eru Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður og þjálfari yngri flokka Grindavíkur, sem mun stýra æfingunum og Óli Baldur Bjarnason, ÍAK einkaþjálfari, mun sjá um styrktarþjálfunina.

Æfingarnar verða í sumar frá klukkan 15:00-17:00 á mánudögum til fimmtudaga og eru allir velkomnir sem eru í 7. flokki og eldri, strákar og stelpur.

Nánari upplýsingar hjá Jóhanni í síma 895-2165.