ÚTKALL – ALLIR Á VÖLLINN!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stærsti leikur sumarsins hjá Grindavík í fótboltanum er á Grindavíkurvelli í kvöld þegar bikarmeistarar KR koma í heimsókn í undanúrslitum bikarkeppninnar kl. 19:15. Þrátt fyrir að liðin séu á sitt hvorum endanum á töflunni í deildinni getur allt gerst í bikarnum eins og dæmin sanna. Grindavík hefur leikið alla leiki sína á útivelli í keppninni í ár fram að þessu …

Bandaríkjamenn karlaliðs Grindavíkur!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá ráðningu á tveimur Bandaríkjamönnum fyrir karlaliðið en það eru leikstjórnandinn Sammy Zeglinski og fjölhæfur 3-4 leikmaður, Aaron Broussard. Báðir koma þeir beint úr háskóla en þess má geta að Ryan Pettinella lék með Sammy í Virginia háskólanum og gefur honum mjög góð meðmæli.   Broussard fær sömuleiðis mjög góð meðmæli en það er aldrei neitt …

Undanúrslit í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Seinni leikurinn í undanúrslitum Borgunar bikarsins fer fram á Grindavíkurvelli á morgun klukkan 19:15 Það eru Íslands- og bikarmeistarar KR sem mæta en ljúka vonandi keppni á morgun.  Alla leikmenn dreymir um að keppa til úrslita í bikarnum og okkar menn bara einu skrefi frá því, Grindavíkurvöllur er okkar heimavöllur og nú er nauðsynlegt að nýta sér hann. Til þess þurfum …

HK/Víkingur – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík fer á Víkingsvöll í kvöld þar sem þær mæta sameiginlegt lið HK og Víkings í 1.deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og gæti verið hin fína skemmtun.  HK/Víkingur er í öðru sæti í riðlinum með 20 stig en Grindavík hefur verið að vinna síðustu leikina sína og því í toppformi.   Grindavík verður án Margrétar Albertsdóttir sem er farinn …

Nágrannaslagur af bestu gerð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verður nágrannaslagur af  bestu gerð þegar Grindavík sækir Keflavík heim í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15. Grindavík leikur án Ólafs Arnar  Bjarnasonar fyrirliða sem er í leikbanni en teflir fram nýjum skoskum leikmanni, Ian Williamson. Keflavík er í 7. sæti með 15 stig en Grindavík í neðsta sæti 6 stig og því mikið í húfi fyrir …

Grindavík sækir Keflavík heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sækir granna sína í Keflavík í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15. Búast má við hörku leik, Keflavík er með 15 stig en Grindavík á botninum með 6. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenn á völlinn. Keflavík burstaði fyrri leik liðanna í sumar 4-0 í Grindavík.

Margrét kvaddi með sigurmarki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur skelltu BÍ/Bolungarvík á Torfnesvelli á Ísafirði um helgina 1-0 í 1. deild kvenna. Margrét Albertsdóttir skoraði sigurmark Grindavíkur á 78. mínútu en þetta var síðasti leikur hennar í liðinu en hún farin út að nýju til Bandaríkjanna þar sem hún er í námi. Grindavík hefur smám saman verið að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun. Þær eru komnar upp …

Grátleg tap gegn Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir grönnum sínum í Keflavík 2-1 í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Keflavíkingar skoruðu sigurmarkið í blálokin og Grindavík enn í neðsta sæti með 6 stig. Þar fyrir ofan kemur Selfoss með 8 og svo Fram með 12 en Grindavík tekur á móti Fram í næstu umferð.   Óskar Pétursson hélt Grindavík á floti í fyrri hálfleik …

Páll Axel farinn til Skallagríms

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Íslandsmeistara Grindavíkur, hefur ákveðið á gamalsaldri að færa sig til Borganes þar sem hann mun spila með nýliðunum Skallagrími í efstu deild á næsta ári. Eins og allir vita er Páll Axel einn besti leikmaður landsins og m.a. í tíunda sæti yfir flest stig skoruð allra Íslendinga en þeir sem eru fyrir ofan í röðinni hafa …

Stelpubúðir Helenu Sverrisdóttir

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Helena Sverrisdóttir mun standa fyrir æfingabúðum fyrir stelpur á aldrinum 11-16 ára í samstarfi við Hauka. Búðirnar hefjast laugardagsmorgunin 11.ágúst og lýkur seinnipartinn á sunnudeginum en boðið verður upp á gistingu og kvöldvöku. Skráningar eiga að berast á hsverrisdottir@yahoo.com eða í síma 778-6822.