Bandaríkjamenn karlaliðs Grindavíkur!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá ráðningu á tveimur Bandaríkjamönnum fyrir karlaliðið en það eru leikstjórnandinn Sammy Zeglinski og fjölhæfur 3-4 leikmaður, Aaron Broussard.

Báðir koma þeir beint úr háskóla en þess má geta að Ryan Pettinella lék með Sammy í Virginia háskólanum og gefur honum mjög góð meðmæli.  

Broussard fær sömuleiðis mjög góð meðmæli en það er aldrei neitt öruggt í þessum bransa eins og við vitum en við verðum bara að vona að þeir muni reynast happafengur.

Á þessari gervihnattaröld sem við búum á, er að sjálfsögðu auðvelt að nálgast upptökur o.fl. af þeim en hér er linkur á leik á  milli liða kappanna en þau mættust 21.desember árið 2011.  Sammy er nr. 13 hjá bláum og Broussard nr. 2 hjá rauðum.

Áfram Grindavík!