Þriðjudaginn 2.október fer fram mátun á körfuboltabúningum hjá iðkendum yngri flokkanna. Mátunin fer fram í húnsæði UMFG, í útistofunni við Grunnskólann, frá klukkan 17-18. Búningurinn kostar 8.000 kr og þarf að greiðast við pöntun.
Grindavík kvaddi með jafntefli
Grindavík kvaddi Pepsideildina með jafntefli gegn Fylki 2-2 í lokaumferðinni í gær. Alex Freyr Hilmarsson og Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoruð mörk Grindavíkur sem féll úr deildinni með aðeins 12 stig.Mark Hafþórs Ægis kom úr aukaspyrnu í blálokin. 12 stigin sem Grindavík fékk er jöfnun á slakasta árangri liðs í Pepsideild síðan 12 liða deild var sett á laggirnar. Liðið fékk …
Verðlaunahafar 2012
Hápunktur á glæsilegu lokahófi knattspyrnudeildar Grindavíkur var kjör á leikmönnum ársins í karla og kvennaflokki. Hjá stelpunum var það Þórkatla Albertsdóttir sem varð fyrir kjörinu leikmaður ársins. Systir hennar, Margrét Albertsdóttir, var markahæst og Rebekka Þórisdóttir efnilegust. Markó Valdimar Stefánsson var valinn leikmaður ársins í karlaflokki. Í öðru sæti var Iain James Williamson og Óskar Pétursson í því þriðja. Pape Mamadou Faye var …
Stakkavík býður á völlinn
Lokaumferðin í Pepsi deild karla fer fram á morgun. Grindavík mætir þá Fylki klukkan 14:00. Ókeypis er á völlinn því Stakkavík ætlar að bjóða öllum á leikinn. Annað kvöld er svo hið árlega lokahóf knattspyrnudeildar í íþróttahúsinu. Borðapantanir eru í síma 426 8605 eða á umfg@centrum.is. Dagskráin er stórglæsileg: • Húsið opnar kl. 19:30.• Borðhald hefst kl. 20:00.• Skemmtiatriði.• …
Getraunapotturinn
Minnum á getraunastarf knattspyrnudeildarinnar á laugardögum í Gulahúsi. Það verður safnað í risaseðil eins og síðustu vikur en 12 réttir komu í hús síðast og 13 réttir vikuna áður. Hægt verður að kaupa hlut í seðlinum á 3.000 kr en menn þurfa að hafa hraðar hendur, takamarkað upplag. Sendið póst á umfg@centrum.is til að taka þátt. Seðill vikunnar er þannig: …
Lokahófið á laugardaginn
Enn er hægt að kaupa miða á glæsilegt lokahóf knattspyrnudeildarinnar sem fram fer næsta laugardag. Borðapantanir eru í síma 426 8605 eða á umfg@centrum.is fyrir kl. 20:00 fimmtudaginn 27. sept. Dagskráin er stórglæsileg: • Húsið opnar kl. 19:30.• Borðhald hefst kl. 20:00.• Skemmtiatriði.• Ingibjörg (BG og Ingibjörg) syngur nokkur af sínum vinsælustu lögum.• Happdrætti. Aðalvinningur gjafabréf frá Úrval-Útsýn.• Verðlaunaafhending.• Reiðmenn vindanna, SS …
Steinlágu á Valsvelli
Grindavík steinlá fyrir Val að Hlíðarenda 4-1 í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær. Hafþór Ægir Vilhjálmsson kom Grindavík yfir í leiknum en það dugði skammt. Síðasti leikur Grindavíkur í úrvalsdeildinni í sumar verður næsta laugardag gegn Fylki á Grindavíkurvelli. Staðan er þessi: 1. FH 21 14 4 3 49:22 462. ÍBV 21 10 5 6 35:19 353. Stjarnan 21 …
Valur – Grindavík í dag
Grindavík heimsækir Val í næst síðustu umferð Pepsi deild karla sem fer fram í dag klukkan 16:00 Heil umferð verður spiluð og aðrir leikir eru ÍBV – FHÍA – FramStjarnan – SelfossKeflavík – BreiðablikFylkir – KR Fyrri leikur liðanna á Grindavíkurvelli endaði með 2-0 sigri okkar manna þar sem Pape og Matthías skoruðu mörkin. Þrír síðustu leikir liðanna á Vodafonevellinum hafa …
Grindavík mætir KR kl. 17:00
Grindavík mætir KR í Pepsideild karla í knattspyrnu á Grindavíkurvelli í dag kl. 17:00 (fimm). Athygli er vakin á óvenjulegum leiktíma. Grindavík er þegar fallið úr deildinni en KR er í 3. sæti en hefur fatast flugið í síðustu leikjum. Grindvíkingar spila því fyrst og fremst upp á stoltið í dag.
Jafntefli gegn KR
Grindavík og KR skildu jöfn í leik kvöldsins. Lokatölur voru 2-2 þar sem liðin sigruðu hvorn sinn hálfleikinn. KR átti mörg góð færi í byrjun leiks en ágæt vörn og markvarsla hélt markinu hreinu. Alex Freyr spilaði á miðjunni gegn mörgum þekktari nöfnum en þrjár sendingar hans inn fyrir vörn KR vinstra meginn enduðu með tveimur mörkum frá Magnús Björgvinssyni. …