Verðlaunahafar 2012

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Hápunktur á glæsilegu lokahófi knattspyrnudeildar Grindavíkur var kjör á leikmönnum ársins í karla og kvennaflokki.

Hjá stelpunum var það Þórkatla Albertsdóttir sem varð fyrir kjörinu leikmaður ársins. Systir hennar, Margrét Albertsdóttir, var markahæst og Rebekka Þórisdóttir efnilegust.

Markó Valdimar Stefánsson var valinn leikmaður ársins í karlaflokki.  Í öðru sæti var Iain James Williamson og Óskar Pétursson í því þriðja. Pape Mamadou Faye var markahæsti leikmaður liðsins og Alex Freyr Hilmarsson sá efnilegasti.

Daníel Leó Grétarsson var valinn besti leikmaður annars flokks en hann var jafnframt markahæstur.  Nemanja Latimovic fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir.

Við óskum leikmönnunum til hamingju með verðlaunin.