Grindavík gerði góða ferð í Hólminn í gær þegar þeir lögðu Snæfell 90-84 Okkar menn komust í 7-0 áður en heimamenn svöruðu. Fyrsti leikhluti var okkar og lagði hann ásamt góðum fjórða leikhluta grunninn að sigri gegn sterku liði Snæfells. Stigahæstu menn liðsins í gær voru Jóhann með 23 stig, Lalli var með 18 og Aaron 19 fráköst og …
Leikir í firmakeppninni
Búið er að draga í riðla í firmakeppni knattspyrnudeildarinnar. A- Riðill JaxlinnFínfiskurKeiluhöllinnGrindin B-Riðill VísirSjóliÞorbjörnMálarar Leikir: KL Riðill Völlur 15:00 A riðill Jaxlinn Fínfiskur 1 15:00 B-Riðill Vísir Sjóli 2 15:20 A-Riðill Keiluhöllinn Grindin 1 15:20 B-Riðill Þorbjörn Málarar 2 15:40 A-Riðill Jaxlinn Keiluhöllinn 1 15:40 B-Riðill Vísir Þorbjörn 2 16:00 A-Riðill Fínfiskur Grindin 1 16:00 B-Riðill Sjóli Málarar …
Einn Grindvíkingur í úrvalsliðinu
Úrvalslið úrvalsdeildar karla fyrir fyrri hluta 2012-2013 (umferðir 1-11) var kynnt í húsakynnum KKÍ. Tveir leikmenn af Suðurnesjum voru í úrvalsliðinu að þessu sinni og er annar þeirra úr Grindavík; Samuel Zeglinski. Sá er af miklu körfubolta kyni kominn í Bandaríkjunum. Sammy Zeglinski hjá Grindavík hefur vakið athygli í upphafi móts. Hæfileikar hans eru ótvíræðir en hann segist eiga eftir …
Þjálfari óskast hjá fimleikadeildinni – Æfingataflan klár
Fimleikadeild UMFG auglýsir eftir þjálfara fyrir yngstu iðkendur deildarinnar. Reynsla af fimleikum krafist. Umsóknafrestur er til 24. janúar 2013. Nánari upplýsingar veitir Valgerður í síma 690-2885 og á valgerdurj@gmail.com. Æfingar eru þegar hafnar. Æfingar eru á eftirfarandi tímum: Æfingtafla fimleikadeildar UMFG, vorönn 2013. 1.-4. bekkur.Miðvikudagar kl: 15:45 – 16:50.Fimmtudagar kl: 17:00 – 18:00. 5.-8. bekkur.Þriðjudagar kl: 17:00 – 18:00.Föstudagar kl: 14:45 – …
Langar þig á leik í enska boltanum?
Heimasíðunni hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: „Núna um helgina hefst hópleikur hjá Getraunþjónustu Grindavíkur. Leikurinn stendur í 12 vikur og gilda 10 bestu vikurnar (tvær lélegustu vikurnar detta út). Vinningarnir eru ekki af verri endanum: 1. Vinningur: Ferð fyrir 2 á leik í enska (flug, gisting og miði á leik) frá Úrval Útsýn.2. Vinningur: 2×25 þús. Gjafabréf frá Úrval Útsýn.3. Vinningur: Tvö …
Steinlágu gegn Íslandsmeisturunum
Grindavík steinlá fyrir Íslandsmeisturum Njarðvíkur í úrvalsdeild kvenna með 29 stiga mun þegar liðin mættust í ljónagryfjunni í Njarðvík. Leikurinn var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta en þá gafst Grindavíkurliðið upp og skoraði 14 stig gegn 32 stigum Njarðvíkur. Heldur hefur hallað undan færi í síðustu leikjum hjá stelpunum. Með sigrinum komst Njarðvík upp að hlið Grindavíkur í …
Ray Anthony yfirgefur Grindavík
Bakvörðurinn Ray Anthony Jónsson hefur skrifað undir 2 ára samning við Keflavík sem leikur í Pepsi deild karla í knattspyrnu. Ray sem er 33 ára gamall hefur spilað allan sinn feril í Grindavík en hann á að baki 182 leiki í efstu deild. Hann er einn reynslumesti leikmaður Grindvíkinga frá upphafi. Ray hefur leikið 29 leiki með landsliði Filippseyja og …
Milan Stefán formlega ráðinn þjálfari Grindavíkur
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur formlega ráðið Milan Stefán Jankovic sem þjálfara Grindavíkurliðsins sem leikur í 1. deild í sumar eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni. Honum til aðstoðar verður Pálmi Ingólfsson. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá félaginu í morgun. Báðir sömdu til fjögurra ára. Milan Stefán Jankovic er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu. Hann hefur þjálfað 2. …
Njarðvík – Grindavík
Dominosdeild kvenna heldur áfram í kvöld þar sem leikinn verður heil umferð. Grindavík fer til Njarðvíkur og mætir þar Íslandsmeisturunum. Liðin eru í 6. og 7. sæti í deildinni en Grindavík með tvo stig meira. Þetta er þriðji leikurinn þar sem liðin mætast á þessu tímabili og hafa báðir fyrri leikirnir unnist á útivelli, væri fínt að halda því áfram …
Langar þig á leik í enska?
Núna um helgina hefst hópleikur hjá Getraunþjónustu Grindavíkur. Leikurinn stendur í 12 vikur og gilda 10 bestu vikurnar (tvær lélegustu vikurnar detta út). Vinningarnir eru ekki af verri endanum. 1. Vinningur: Ferð fyrir 2 á leik í enska (flug, gisting og miði á leik) frá Úrval Útsýn2. Vinningur: 2×25 þús. Gjafabréf frá Úrval Útsýn3. Vinningur: Tvö árskort á heimaleiki Grindavíkur …