Sigur gegn Snæfell

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík gerði góða ferð í Hólminn í gær þegar þeir lögðu Snæfell 90-84

Okkar menn komust í 7-0 áður en heimamenn svöruðu. Fyrsti leikhluti var okkar og lagði hann ásamt góðum fjórða leikhluta grunninn að sigri gegn sterku liði Snæfells.  

Stigahæstu menn liðsins í gær voru Jóhann með 23 stig, Lalli var með 18 og Aaron 19 fráköst og 6 stoðsendingar.

Grindavík og Þór eru því jöfn á toppi deildarinnar með 20 stig.  Næsti leikur í deildinni er einmitt milli þessara liða hér í Grindavík 31. janúar.

Myndin hér að ofan er fengin frá http://www.karfan.is/image/1370