Njarðvík – Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Dominosdeild kvenna heldur áfram í kvöld þar sem leikinn verður heil umferð.  Grindavík fer til Njarðvíkur og mætir þar Íslandsmeisturunum.

Liðin eru í 6. og 7. sæti í deildinni en Grindavík með tvo stig meira.  Þetta er þriðji leikurinn þar sem liðin mætast á þessu tímabili og hafa báðir fyrri leikirnir unnist á útivelli, væri fínt að halda því áfram í kvöld.

Grindavík er með 10 stig fyrir leikinn í kvöld en það er þéttur pakki af liðum fyrir ofan með 16 og 18 stig.  Okkar stelpur gætu nálgast þessi lið með sigri í kvöld.