Leik frestað

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Leikur Grindavíkur og KFÍ sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs til 10.mars

Þrír Grindvíkingar í yngri landsliðunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þrír Grindvíkingar eru í yngri landsliðunum í körfubolta fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Solna í Svíþjóð dagana 8. til 12. maí næstkomandi. Þeir eru: Í U16 er Hilmir Kristjánsson, í U18 er Jóhanna Rún Styrmisdóttir og í U18 karla er Jón Axel Guðmundsson. Mynd: Jón Axel Guðmundsson.

Þrjú til Solna

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Búið er að velja endanleg 12 manna U16 og U18 ára landslið Íslands fyrir árið 2013 í sem keppa á norðurlandamótinu sem fram fer í Solna í Svíþjóð dagana 8.-12. maí.  Í þeim hópi eru þrjú frá Grindavík. Hilmir Kristjánsson keppir fyrir Íslands hönd í U-16, Jóhanna Rún Styrmisdóttir er í U-18 og Jón Axel Guðmundsson í U-18. Eftirtaldir leikmenn og …

Útlitið orðið dökkt

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Útlitið er orðið heldur dökkt hjá Grindavíkurstúlkum eftir tveggja stiga tap gegn Njarðvík í botnbaráttu úrvalsdeildarinnar í körfubolta kvenna, 69-71. Grindavík situr í næst neðsta sætinu, fjórum stigum á eftir Njarðvík, og fall blasir við. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Lele Hardy tryggði Njarðvík sigur af vítalínunni í blálokin. Grindavík – Njarðvík 69-71 (18-22, 11-11, 22-16, 18-22) …

Stefán Þór lánaður til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stórefnilegur framherji, Stefán Þór Pálsson hefur verið lánaður frá Breiðabliki til Grindavíkur út komandi leiktíð en þetta staðfesti Milan Stefán Jankovic þjálfari Grindavíkur við Fótbolta.net í gær. Stefán Þór sem er 18 ára gamall kom til Breiðabliks frá ÍR fyrir síðustu leiktíð og spilaði 3 leiki í Pepsi-deildinni í fyrrasumar. Hann hafði vakið athygli sumarið áður þegar hann hóf meistaraflokksferil sinn með …

Steinlágu fyrir nágrönnunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur steinlágu fyrir toppliði Keflavíkur 86-58 í úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi. Grindavík stóð í Keflavík í fyrri hálfleik en í þeim síðari dró í sundur með liðunum. Grindavík er því áfram í næst neðsta sæti deildarinnar og hörð barátta um að halda sæti sínu í deildinni. Keflavík-Grindavík 86-58 (18-18, 19-17, 30-11, 19-12) Grindavík: Crystal Smith 18/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir …

Grindavík tekur á móti KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tekur á móti KR í Röstinni kl. 19:15 í úrvalsdeild karla í körfubolta. Búast má við hörku leik þrátt fyrir að KR-ingar hafi ekki leikið vel upp á síðkastið en samkvæmt heimildum er búist við rútu stuðningsmanna KR til Grindavíkur. Grindvíkingar eru afar ósáttir við leikbannið sem Jóhann Árni Ólafsson fékk í vikunni og ætla að láta KR-inga finna …

Alltaf gaman að vinna KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík hélt áfram toppsætinu í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir 13 stiga sigur á KR, 100-87. Leikurinn var ákaflega sveiflukenndur en góður endasprettur Grindvíkinga gerði útslagið að þessu sinni sem og stórleikur Samuel Zeglinski. Grindavík byrjaði með miklum látum og var með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 24-9. Grindavík náði mest 21 stigs forystu en þá var eins og …

Keflavík 86 – Grindavík 58

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Jafn fyrri hálfleikur dugði ekki gegn Keflavík í gær þar sem nýkringdir bikarmeistarar gáfu í seinni hálfleik og sigurðu með 28 stigum. Staðan var 37-35 í hálfleik en heimastúlkur settu þá í annan gír.  Stigahæst hjá Grindavík var Crystal Smith með 18 stig.  Alls 10 stelpur komust á stigatöfluna í gær sem er ánægjulegt.  Tvíburarnir voru með flest fráköst, átta …