Steinlágu fyrir nágrönnunum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur steinlágu fyrir toppliði Keflavíkur 86-58 í úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi. Grindavík stóð í Keflavík í fyrri hálfleik en í þeim síðari dró í sundur með liðunum. Grindavík er því áfram í næst neðsta sæti deildarinnar og hörð barátta um að halda sæti sínu í deildinni.

Keflavík-Grindavík 86-58 (18-18, 19-17, 30-11, 19-12)

Grindavík: Crystal Smith 18/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8/4 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 8, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/8 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Eyrún Ösp Ottósdóttir 3, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2, Julia Lane Figueroa Sicat 2.