Grindavík tekur á móti KR

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík tekur á móti KR í Röstinni kl. 19:15 í úrvalsdeild karla í körfubolta. Búast má við hörku leik þrátt fyrir að KR-ingar hafi ekki leikið vel upp á síðkastið en samkvæmt heimildum er búist við rútu stuðningsmanna KR til Grindavíkur. Grindvíkingar eru afar ósáttir við leikbannið sem Jóhann Árni Ólafsson fékk í vikunni og ætla að láta KR-inga finna til tevatnsins.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta í Röstina í kvöld