Keflavík 86 – Grindavík 58

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Jafn fyrri hálfleikur dugði ekki gegn Keflavík í gær þar sem nýkringdir bikarmeistarar gáfu í seinni hálfleik og sigurðu með 28 stigum.

Staðan var 37-35 í hálfleik en heimastúlkur settu þá í annan gír.  Stigahæst hjá Grindavík var Crystal Smith með 18 stig.  Alls 10 stelpur komust á stigatöfluna í gær sem er ánægjulegt.  Tvíburarnir voru með flest fráköst, átta hvor.

Enn eru bara tvo stig í Njarðvík sem sitja í 6 sæti deildarinnar.  Næsti leikur er einmitt gegn þeim grænu í Grindavík á laugardaginn.