Íslandsmeistaramyndband Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hér getur að líta myndband heimasíðunnar frá leik Grindavíkur og Stjörnunnar í gærkvöldi sem aldrei mun líða Grindvíkingum úr minni, sérstaklega þegar fagnaðarlætin brutust út um leið og leiktíminn rann út. Sú stund var öllum ógleymanleg sem voru í Röstinni enda er það sýnt oftar en einu sinni í myndbandinu. Myndband – Grindavík Íslandsmeistari 2013

ÍSLANDSMEISTARAR

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er Íslandsmeistarar í þriðja sinn eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik í gær. Sibbi mun eflaust skrifa um leikinn hér síðar en þangað til eru hérna nokkur video og myndir af leiknum og eftir leikinn. Umfjöllun á karfan.is Viðtal við Sigga á visir.is Viðtal við Sverrir á visir.is Viðtal við Jóhann á visir.is Viðtal við Óla á visir.is Stemmingin …

Agata með gull á vormóti Ármanns

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Agata Jóhannsdóttir náði góðum árangri á vormóti Ármanns nú um helgina Agata náði náði tveimur AMÍ lág mörkum í 100 bringu og 200 bringu. Í 100 bringu lenti hún í 3 sæti á tímanum 1,24,79mín og bæti sig um 8,54sek. Í 200 bringu lenti hún í 1 sæti á tímanum 3,05,95mín og bætti sig um 25,40sek. Í 100m flugi lenti …

Örfáir miðar eftir – Skilaboð til þeirra sem ætla í Röstina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nú er stóri dagurinn runninn upp. Tekst  Grindavík að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð, í þriðja sinn í sögu félagsins og í fyrsta sinn á heimavelli? Úrslitaleikur Grindavíkur og Stjörnunnar hefst kl. 19:15. Forsala aðgöngumiða gengur vel og eru fáir miðar eftir. Þeir miðar sem eftir eru verða seldir í Salthúsinu í dag, sunnudag, frá og með kl. 14:00. …

11. flokkur Íslandsmeistari

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar eru Íslandsmeistarar í 11. flokki karla í körfubolta eftir 63-68 sigur á KR í DHL Höllinni í dag. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Ákefð Grindvíkinga var einfaldlega meiri í fjórða leikhluta og að endingu var Jón Axel Guðmundsson valinn besti maður leiksins en hann gerði 28 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í …

Grindavík Íslandsmeistar í 11. flokki

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Strákarnir í 11.flokki karla urðu rétt í þessu Íslandsmeistarar eftir hafa lagt KR 68-63.  Til þess að komast í úrslitaleikinn lögðu þeir Stjörnuna í undanúrslitum.  Eru þetta ekki einhverjar ábendingar um leikinn í kvöld? Jón hjá karfan.is hefur unnið frábært starf í umfjöllun um yngri flokka jafnt sem meistaraflokka og var hann að sjálfsögðu á staðnum í dag og er …

Úrslitaleikurinn

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Í kvöld klukkan 21:00 fer Íslandsmeistarabikarinn á loft og við Grindvíkingar ætlum að gera okkar besta að halda honum í heimabyggð. Forsala aðgöngumiða gengur vel og eru fáir miðar eftir. Þeir miðar sem eftir eru verða seldir í Salthúsinu í dag, sunnudag, frá og með kl. 14:00. Grindvíkingar eru einnig beðnir að athuga eftirfarandi: Upphitun í Salthúsinu í dag.Fyrstu hamborgararnir …

Forsala aðgöngumiða er hafin

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Forsala aðgöngumiða á úrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar er hafinn heima hjá Ásu og Óskari Jens. Mikil ásókn er í miða og því um að gera að tryggja sér miðana í dag.  Athugið að kaupa þarf miða fyrir 15 ára og yngri en þeir kosta 500 kr.

Forsalan byrjuð

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Forsala á oddaleik Íslandsmótsins er hafin.  Hægt er að nálgast miða hjá Ásgerði gjaldkera. Uppselt verður eflaust á leikinn og því er ráðlagt að kaupa miða í forsölu.  Miðaverð er 1.500 kr fyrir 16 ára og eldri, 500 kr fyrir yngri.

ODDALEIKUR!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna í Garðabæ með 88 stigum gegn 82 og jafnaði þar með einvígið 2-2. Úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla ráðast því í oddaleik í Grindavík á sunnudagskvöldið. Íslandsbikarinn blasti við í íþróttahúsinu í Garðabæ enda gátu heimamenn tryggt sér titilinn með sigri. En varnarleikur Grindvíkinga í þessum leik var til fyrirmyndar, okkar …