Úrslitaleikurinn

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Í kvöld klukkan 21:00 fer Íslandsmeistarabikarinn á loft og við Grindvíkingar ætlum að gera okkar besta að halda honum í heimabyggð.

Forsala aðgöngumiða gengur vel og eru fáir miðar eftir. Þeir miðar sem eftir eru verða seldir í Salthúsinu í dag, sunnudag, frá og með kl. 14:00. Grindvíkingar eru einnig beðnir að athuga eftirfarandi:

Upphitun í Salthúsinu í dag.
Fyrstu hamborgararnir á grillinu á Salthúsinu verða tilbúnir kl. 16:00.
Að sjálfsögðu mæta allir Grindvíkignar í gulu á leikinn.
Húsið opnar kl. 18:15. Vinsamlegast mætið tímanlega.

Röðum okkar þétt og snyrtilega í húsið svo allir komist fyrir!

Svo höldum við uppi góðri söngstemmningu allan tímann og hvetjum okkar menn til dáða!