Grindavík tyllti sér á topp 1. deildar karla eftir glæsilegan sigur á BÍ/Bolungarvík 6-1 á Grindavíkurvelli. Magnús Björgvinsson opnaði markaveisluna en Grindvíkingurinn í liði Vestfirðinga, Alexander Veigar Þórarinsson, jafnaði metin. Stefán Þór Pálsson kom svo Grindavík aftur yfir skömmu fyrir leikhlé með skondnu marki. Í upphafi seinni hálfleiks var röðin komin að Scott Ramsey sem sýndi að hann er ekki …
Grindavík – BÍ/Bolungarvík
Grindavík tekur á móti BÍ/Bolungarvík í dag klukkan 14:00 í 1.deild karla. Í hálfleik er staðan 2-1 fyrir Grindavík. Magnús Björgvinsson kom Grindavík yfir snemma í leiknum. Alexander Veigar Þórarinsson jafnaði gegn sínu gamla liði í einu almennilegu sókn BÍ í leiknum. Stefán Pálsson kom Grindavík yfir stuttu fyrir leikhlé með þrumuskoti af 25 metra færi. BÍ/Bolungarvík var á toppi …
Grindavíkurstelpur skelltu KR!
Grindavík byrjaði 1. deild kvenna með glæsibrag en stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og skelltu KR 4-3 í Frostaskjóli í opnum og dramatískum leik. Grindavík skoraði tvö mörk með mínútu millibili, fyrst Sara Hrund Helgadóttir úr vítaspyrnu og svo skoraði Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir. KR minnkaði muninn en Anna Þórunn Guðmundsdóttir kom Grindavík í 3-1 og þannig var staðan í hálfleik. …
Sigur í vestubænum
Grindavík sigraði KR í fyrsta leik 1.deild kvenna í gærkveldi. Leikar enduðu 4-3 fyrir Grindavík. KR var spáð efsta sæti í riðlinum og því fyrirfram erfiður útileikur Sara Hrund Helgadóttir skoraði á 21. mínútu úr víti, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir bætti við marki mínútu síðar. KR minnkaði muninn en Anna Þórunn Guðmundsdóttir skoraði svo þriðja markið á 28. mínútu. Fjögur mörk …
Petrúnella og Jóhann Árni í A-landsliðunum
Petrúnella Skúladóttir og Jóhann Árni Ólafsson hafa verið valin í íslensku körfuboltalandsliðin em munu leika fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem hefjast í 26. maí næstkomandi og fara fram í Lúxemborg. Þjálfari kvennalandsliðsins er Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur.
Grindavíkurstelpum spáð 4. sæti í B-riðli
Íslandsmótið í 1. deild kvenna hefst á morgun. Grindavík spilar í B-riðli og sækir KR heim í fyrsta leik. Samkvæmt spá sérfræðinga fotbolta.net er KR spáð 1. sæti í riðlinum og Grindavík því fjórða. Það þýðir að Grindavík mun ekki fara upp í úrvalsdeildina gangi þessi spá eftir en Grindavíkurstelpur eru að sjálfsögðu á öðru máli. Um Grindavíkurliðið segir:Grindavík …
Jóhann og Petrúnella valin í landsliðin
Petrúnella Skúladóttir og Jóhann Árni Ólafsson hafa verið valin í A landsliðin sem tekur þátt á Smáþjóðaleikunum sem hefjast 26.maí. Sverrir Þór Sverrisson er þjálfari kvennaliðsins og valdi hann eftirfarandi hóp: Pálína Gunnlaugsdóttir · KeflavíkSara Rún Hinriksdóttir · KeflavíkIngunn Embla Kristínardóttir · KeflavíkBryndís Guðmundsdóttir · KeflavíkHildur Sigurðardóttir · SnæfellHildur Björg Kjartansdóttir · SnæfellKristrún Sigurjónsdóttir · ValurHallveig Jónsdóttir · ValurPetrúnella Skúladóttir · GrindavíkGunnhildur Gunnarsdóttir · HaukarHelena Sverrisdóttir · Good Angels Kosice, SlóveníuMaría …
Blómasala UMFG
Eins og mörg undanfarin ár þá ætlar 5. og 6. flokkur drengja í knattspyrnu að selja sumarblóm og mold til fjáröflunar. Við verðum í anddyrinu á Festi frá 22.maí til og með 25. maí og er opnunartími þessi: Miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá klukkan 17-21. Laugardag frá 12-14.Mikið úrval af fallegum sumarblómum á góðu verði. Tilvalið að gera fínt fyrir …
Bacalao mótið 2013
Þriðja árið í röð verður stórmót í knattspyrnu fyrir fyrrverandi leikmenn, þjálfara og stjórnarmenn Grindavíkur í tengslum við Sjóarann síkáta. Mótið verður laugardaginn 1.júní og stendur frá kl. 15 – 17 á Grindavíkurvelli og síðan verður skemmtidagskrá með söng um kvöldið. Vinsamlegast skráið ykkur á heimasíðu mótsinswww.bacalaomotid.isSkráningarfrestur er til 25. maí.
Sigur í Hafnarfirði
Grindavík nældi í sín fyrstu stig í 1.deildinni með góðum sigri á Haukum á föstudaginn. Haukar sigruðu í fyrstu umferðinni og hafa verið spáð góðu gengi í deildinni í sumar. Það lá því í loftinu að þetta yrði erfiður útileikur. Grindavík sigraði hinsvegar leikinn 1-0 þar sem Jordan Edrigde skoraði markið á 34. mínútu. Undir lokinn lá nokkuð á …