Sigur í Hafnarfirði

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík nældi í sín fyrstu stig í 1.deildinni með góðum sigri á Haukum á föstudaginn.  

Haukar sigruðu í fyrstu umferðinni og hafa verið spáð góðu gengi í deildinni í sumar.  Það lá því í loftinu að þetta yrði erfiður útileikur.  Grindavík sigraði hinsvegar leikinn 1-0 þar sem Jordan Edrigde skoraði markið á 34. mínútu.  Undir lokinn lá nokkuð á okkar mönnum en vörnin og Óskar héldu velli. 

Víkingur og Selfoss gerðu einnig jafntefli og er deildin mjög jöfn eftir tvær umferðir.  BÍ/Bolungarvík er eina liðið sem hefur unnið báða sína leiki en við fáum þá í heimsókn í næstu umferð.  Leikurinn fer fram laugardaginn 25. maí klukkan 14:00 á Grindavíkurvelli