Grindavík – Selfoss

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tekur á móti Selfoss í áttundu umferð 1.deild karla í kvöld klukkan 19:15 Er þetta leikur liðanna sem féll á síðsta tímabili.  Gangur liðanna á þessu tímabili hefur hinsvegar verið ólíkur.  Grindavík situr á toppi deildarinnar en Selfoss um miðja deild.  Gestirnir eru hinsvegar að rétta úr kútnum og hafa gert tvö jafntefli og sigur í síðustu þremur leikjum. …

Nágrannaslagur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tekur á móti Keflavík í 1. deild kvenna í nágrannaslag af bestu gerð kl. 19:15. Leiknum var frestað fyrr í þessum mánuði vegna veðurs en það verður að segjast eins og er að ekki virðrar betur til knattspyrnuiðkunar að þessu sinni en reyndar spáir batnandi veðri þegar líður á daginn eða um 8 metrum á sekúndu. Grindvíkingar eru hvattir …

Ingibjörg snýr aftur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurkonur halda áfram að bæta við sig sleggjum því nú er Ingibjörg Jakobsdóttir á leið í heimahagana á nýjan leik. Ingibjörg sem síðustu ár hefur verið á mála hjá Keflavík sem og í Danmörku er því annar liðsmaður Keflavíkur til þess að skipta yfir í gult en Pálína María Gunnlaugsdóttir samdi við Grindvíkinga á dögunum. Ingibjörg lék upp yngri flokkana …

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Ingibjörg Jakobsdóttir hefur ákveðið að snúa til baka og spila með Grindavík á næsta tímabili. Ingibjörg spilaði með Grindavík alla yngri flokkana og síðasta heila tímabilið með Grindavík í meistaraflokki var hún að meðaltali með 9 stig í leik. Undanfarin 3 ár hefur Ingibjörg spilað með Keflavíkur liðinu þar sem hún hefur fagnað Íslands- og bikarmeistaratitlum. Við bjóðum Ingibjörgu velkomin …

Grindavík – Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Frestaður leikur Grindavíkur og Keflavík fer fram í kvöld klukkan 19:15 Er þetta leikur í annari umferð 1.deild kvenna sem var frestað á sínum tíma. Grindavík er ósigrað í deildinni en hefur gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Fjölni og Hetti.  Það er því komið að sigurleik ef stelpurnar ætla að halda sér í toppbaráttu í riðlinum. Grindvíkingar …

Fiskur í öll mál

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Juraj Grizelj, leikmaður Grindavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu, hefur svo sannarlega reynst happafengur fyrir þá gulklæddu í sumar. Hann hefur leikið frábærlega með liðinu í sumar og var í dag valinn í lið 7. umferðar 1. deildar karla af Fótbolta.net. Það er fjórða umferðin í röð sem Grizelj er í úrvalsliði umferðarinnar. „Ég er ánægður með þetta en …

Landsleikir á Grindavíkurvelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Norðurlandamót stúlkna U17 fer fram á Íslandi dagana 1.-6. júlí. Tveir leikir fara fram á Grindavíkurvelli 1. júlí. Annars vegar Finnland og Holland kl. 12:30 og hins vegar stórleikur Íslands og Þýskalands kl. 16:00. Lokahópur Íslands hefur ekki verið valinn en að öllum líkindum verður Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir í landsliðshópnum.  

Jafntefli hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík gerði markalaust jafntefli við Fjölni í B-riðli 1. deildar kvenna um helgina. Þetta var hörku leikur en bæði lið spiluðu öflugan varnarleik. Það var gaman að sjá að í byrjunarliðinu voru 10 Grindavíkurstúlkur og svo markvörðurinn Alice Harkness. Kelly L. Campell lék ekki með Grindavík en hún er farin aftur til Bandaríkjanna. Grindavík er í 4. sæti deildairnnar með …

Grindavík með þriggja stiga forskot

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík hefur þriggja stiga forskot í 1. deild karla í knattspyrnu eftir sigur á Leikni 3-2 um helgina.   Matthías Örn Friðriksson kom Grindavík yfir með glæsilegu skallamarki á 7. mínútu. Juraj Grzelj, maður leiksins, bætti við öðru marki fyrir Grindavík á 70. mínútu en þessi öflugi kantmaður hefur heldur betur slegið í gegn. Alex Freyr Hilmarsson kom inn á …

Markmannsæfingar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Markmannsæfingar hjá yngri flokkunum í fótbolta hefjast í dag. Á mánudögum kl. 16:15 eru markmannsæfingar fyrir 5., 6. og 7. flokk drengja og stúlkna. Á þriðjudögum kl. 16:15 eru markmannsæfingar fyrir 4. og 3. flokk drengja og stúlkna.