Grindavík tekur á móti Sindra í 1.deild kvenna í dag klukkan 14:00. Er þetta jafnframt síðasti heimaleikurinn hjá stelpunum í riðlakeppninni en vonandi verða þeir fleiri þegar keppt verður til úrslita um hver kemst upp í efstu deild. Grindavík situr á toppi B riðils með 33 stig, Grindavík í öðru með 29 og Fjölnir með 26 stig.
Grindavíkurliðin í eldlínunni
Keppni í 1. deild karla í knattspyrnu heldur áfram í kvöld. Topplið Grindavíkur sækir botnlið Völsungs heim á Húsavík í kvöld. Grindavík verður án fyrirliðans Jóhanns Helgasonar sem er í leikbanni. Grindavíkurstelpur verða í eldlínunni á Grindavíkurvelli á morgun laugardag þegar Sindri kemur í heimsókn kl. 14:00. Staðan í 1. deild karla er svona:1. Grindavík 15 8 3 4 33:21 …
Helgi frá Stafholti í öðru sæti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins
Stafholt í Grindavík átti sinn fulltrúa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins á dögunum. Helgi frá Stafholti gerði sér lítið fyrir og krækti sér í silfur í ungmennaflokki en knapi var Caroline Poulsen frá Danmörku. Þetta er glæsilegur árangur og greinilegt að ræktun þeirra Páls Jóhanns og Guðmundu í Stafholti er í hæsta gæðaflokki.
Völsungur 1- Grindavík 5
Heil umferð var spiluð í 1.deild karla í gærkveldi. Grindavík fór á Húsavík þar sem þeir unnu Völsung 5-1 Mikil spenna er í deildinni og því mikilvægt að sækja öll þrjú stigin sem strákarnir gerðu. Juraj Grizelj og Magnús Björgvinsson skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og sömuleiðis í þeim seinni. Óli Baldur skoraði fimmta mark Grindavíkur í leiknum. Grindavík er …
Flott aðsókn í knattspyrnuskólann
Nú stendur yfir síðasta námskeið knattspyrnuskóla Grindavíkur. Aðsókn er mjög góð en mikil áhersla er lögð á að einstaklinguriunn njóti sín. Unnið er í litlum hópum. Yfirskrift námskeiðsins er Æft að hætti atvinnumanna. Einnig er boðið upp á sérstaka markmannsþjálfun. Þegar litið var við á æfingunni í dag sáust mörg flott tilþrif. Dæmi eru um að þeir sem ekki æfa …
Körfuboltaskóli Meistaraflokks Karla
Körfuboltaskóli á vegum meistaraflokks karla fer fram næstu helgi fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára. Körfuobltaskólinn er frábært tækifæri til að koma sér af stað fyrir veturinn því nú styttist í skipulagðar æfingar.Allir leikmenn meistaraflokks þjálfa í skólanum og gefst krökkunum því tækifæri að læra af Íslandsmeisturunum sem og keppa við þá í hinum ýmsu keppnum. Hér fyrir neðan eru …
Landsleikur í dag
Ísland og Búlgaría mætast í Laugardalshöll í kvöld klukkan 19:15. Ungir iðkenndur sem mæta í Grindavíkurbúningum fá fría pizzu í hálfleik. Fyrri leikurinn úti fór 88-59 og eiga strákarnir því mikið inni. Þrjú lið eru í riðlinum þar sem Rúmenía er það þriðja. Ísland mætir Rúmeníu 16.ágúst.
Grindavíkurstelpur í góðum málum
Kvennalið Grindavíkur skellti Fjölni 6-1 þegar liðin mættist í B-riðli 1. deildar síðastliðið föstudagskvöld. Þegar tvær umferðir eru eftir er Grindavík í öðru sæti riðilsins en tvö efstu liðin fara í úrslit. Grindavík og Fjölnir voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna í 2.-3. sæti þannig að þetta var sannkallaður toppbaráttu slagur en KR er í efsta sæti. Ágústa Jóna …
Grindavík 6 – Fjölnir 1
Grindavík tók á móti Fjölni í 1.deild kvenna í gær. Liðin voru fyrir leikinn jöfn í 2 og 3 sæti með 26 stig. Grindavíkurstelpur sýndu sínar bestu hliðar og voru komnar í 4-0 eftir 45 mínútur, 2 mörk í seinni hálfleik og eitt frá gestunum gerðu lokatölurnar 6-1. Grindavík er því komið upp að hlið KR á toppi deildarinnar, KR …
Mikilvægur heimaleikur í dag
Toppslagur 1.deild kvenna fer fram í kvöld á Grindavíkurvellir þegar stelpurnar taka á móti Fjölni. Liðin eru bæði með 26 stig eftir 11 umferðir. KR skaust fram úr liðunum á þriðjudaginn þannig að þessi leikur mjög mikilvægur fyrir stelpurnar. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og eru Grindvíkingar hvattir til að mæta og styðja við stelpurnar. Aðeins þrír leikir eru eftir hjá …