Völsungur 1- Grindavík 5

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Heil umferð var spiluð í 1.deild karla í gærkveldi.  Grindavík fór á Húsavík þar sem þeir unnu Völsung 5-1

Mikil spenna er í deildinni og því mikilvægt að sækja öll þrjú stigin sem strákarnir gerðu. Juraj Grizelj og Magnús Björgvinsson skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og sömuleiðis í þeim seinni.  Óli Baldur skoraði fimmta mark Grindavíkur í leiknum.

Grindavík er því eftir leikinn með 30 stig á toppi deildarinnar ásamt Fjölni. Sem fyrr er þéttur pakki fyrir neðan þar sem BÍ/Bolungarvík er t.d. í sjötta sæti með 27 stig.

Næsti heimaleikur er gegn Þrótt 20.ágúst.