Körfuboltaskóli Meistaraflokks Karla

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuboltaskóli á vegum meistaraflokks karla fer fram næstu helgi fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára. Körfuobltaskólinn er frábært tækifæri til að koma sér af stað fyrir veturinn því nú styttist í skipulagðar æfingar.Allir leikmenn meistaraflokks þjálfa í skólanum og gefst krökkunum því tækifæri að læra af Íslandsmeisturunum sem og keppa við þá í hinum ýmsu keppnum.

Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar um búðirnar

Aldur:
6-11 ára æfa saman og 12-16 ára æfa saman.

Dagsetning:
16.ágúst og 17. ágúst

Tími:
6-11 ára æfa á föstudag kl:17:00-18:15 og Laugardag kl:10:00-11:15
12-16 ára æfa á föstudag kl:18:15-19:30 og Laugardag kl:11:15-12:30

Dagskrá:
Skólinn er bæði fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Skipt verður krökkunum eftir aldri og allir fá verkefni við hæfi. Fjölbreytt námskeið fyrir stelpur og stráka. Krökkunum verður skipt niður í hópa og vinna þeir á stöðvum. Meistaraflokksleikmenn stjórna hverri stöð fyrir sig..Í lokin verða allskyns keppnir og fá sigurvegarar verðlaun.

Staðsetning:
Íþróttahús Grindavíkur

Verð:
2.500 krónur. Systkyna afsláttur í boði (Helmings verð fyrir hvert systkyn)

Skráning:
Skráning fer fram í íþróttahúsinu á föstudag kl 16:00.

Umsjón með Skólanum: Leikmenn meistaraflokks karla.

Frekar upplýsingar veitir Jens Valgeir Óskarsson í síma 844-1108