Grindavík – Njarðvík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það er stórleikur í íþróttahúsi Grindavíkur í kvöld.  Strákarnir taka þá á móti Njarðvík í 8 liða úrslitum Powerade bikarsins.  Bikarleikirnir eru alltaf sérstakir og því má búast við frábærri skemmtun í kvöld.   Leikurinn byrjar klukkan 19:15 en upphitun byrjar í Salthúsinu klukkan 17:00 þar sem hægt verður að fá sér hamborgara og fleira. Jafnframt verður hægt kaupa miða …

Risapottur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

18. janúar 2014 = Þriðji stóri seðill ársins! Við erum byrjaðir að selja í stóra seðilinn fyrir næsta laugardags. Potturinn fyrir 13 rétta er risastór þó hann nái nú ekki Íslandsmeti. Sama regla og síðast, sölu líkur 12:30 á laugardeginum – seljum hluti þangað til! Þeir sem eiga inneign og ætla að nota e-ð af henni til að kaupa hlut …

Bikarleikur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindvík tekur á mót KR í 8 liða úrslitum Powerade bikarsins í kvöld.  Gengið hefur erfiðlega í deildinni en stelpurnar ætlar sér langt í bikarnum og því hvetjum við bæjarbúa til að mæta í Íþróttahúsið og styðja stelpurnar.   Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld

Grindavík 91 – Haukar 60

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sigraði Hauka örugglega í leik gærdagsins.  Okkar menn komust yfir strax í byrjun og var sigurinn aldrei í hættu. Í lið gestanna vantaði erlenda leikmanninn sem er veikur og fleiri lykilmenn.  Sverrir Þór Sverrisson notaði tækifærið notaði allan hópinn sinn óspart.  Var ánægjulegt að sjá upprennandi leikmenn fá tækifæri og sýndu þeir í hvað þeim býr.  Í hálfleik voru …

Stórtap gegn Val

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur steinlágu fyrir Val í úrvalsdeild kvenna í gærkvöldi 87-54.Þar með versnaði staða liðsins enn frekar og liðið komið í fallbaráttuni. Grindvík skoraði aðeins 5 stig í fyrsta leikhluta gegn 20 stigum Vals. Valur-Grindavík 87-54 (20-5, 25-16, 23-11, 19-22)Grindavík: Blanca Lutley 17/6 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 8/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Helga Rut Hallgrímsdóttir …

Grindavík – Haukar í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Nýliðar Hauka hafa komið skemmtilega á óvart og ljóst að okkar menn þurfa að koma sér niður á jörðina eftir hinn frækna sigur á móti KR fyrir viku. Mætum í kvöld og hjálpum strákunum að komast ofar upp töfluna.

Tækniæfingar á morgnana í Hópinu

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnuakademía UMFG ætlar að bjóða upp á tækniæfingar fyrir iðkendur í 5, 4 og 3.flokki drengja og stúlkna næstu miðvikudaga frá kl.06:10-07:00 á morgnana í Hópinu. Áhugasömum er frjálst að mæta til að auka leikfærni óháð leikstöðu og getu í knattspyrnu.

Risa þorrablót í íþróttahúsinu 1. febrúar í fullum undirbúningi

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Nú er það endanlega orðið ljóst að þorrablót okkar Grindvíkinga verður haldið laugardaginn 1. feb. í íþróttahúsinu. Eitthvað hefur verið í umræðunni að ekkert blót yrði en það er af og frá. Knattspyrnu og körfuknattleiksdeildin ætla að bjóða upp á veglegt grindvískt þorrablót. Allur undirbúningur er á góðu skriði og nú fyrir skemmstu var ákveðið setja meiri áherslu á veislustjórann …

Glæsilegur sigur á KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík varð fyrsta liðið í vetur til þess að leggja topplið KR að velli í úrvalsdeild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 105-98 Grindavík í vil en leikurinn fór fram í íþróttahúsi KR. Það var fyrst og fremst frábær lokakafli sem landaði sigrinum.  Leikurinn var ansi sveiflukenndur en sóknarleikur Grindvíkinga góður og leikmennirnir sjóðheitir í skotunum. Earnest Lewis Clinch Jr átti …

Benóný skrifaði undir fjögurra ára samning

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hinn efnilegi markvörður Benóný Þórhallsson hefur samið við knattspyrnudeild Grindavíkur til næstu fjögurra ára eða út árið 2017. Benóný sem er tvítugur er uppalinn Grindvíkingur og spila 2 leiki í 1. deildinni í fyrrasumar og 6 leiki í Lengjubikarnum.  Meðfylgjandi er mynd frá undirritun samningins í gær, á myndinni með Benóný er Rúnar Sigurjónsson varaformaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.