Það er stórleikur í íþróttahúsi Grindavíkur í kvöld. Strákarnir taka þá á móti Njarðvík í 8 liða úrslitum Powerade bikarsins. Bikarleikirnir eru alltaf sérstakir og því má búast við frábærri skemmtun í kvöld.
Leikurinn byrjar klukkan 19:15 en upphitun byrjar í Salthúsinu klukkan 17:00 þar sem hægt verður að fá sér hamborgara og fleira. Jafnframt verður hægt kaupa miða á leikinn í Salthúsinu.