Grindavík 91 – Haukar 60

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sigraði Hauka örugglega í leik gærdagsins.  Okkar menn komust yfir strax í byrjun og var sigurinn aldrei í hættu.

Í lið gestanna vantaði erlenda leikmanninn sem er veikur og fleiri lykilmenn.  Sverrir Þór Sverrisson notaði tækifærið notaði allan hópinn sinn óspart.  Var ánægjulegt að sjá upprennandi leikmenn fá tækifæri og sýndu þeir í hvað þeim býr.  Í hálfleik voru t.d. 10 af 12 leikmönnum komnir með stig á töfluna.

Gæði körfuboltans í gær bar þess merki að Haukaliðið var vængbrotið og spiluðu því bæði lið frekar slappan bolta en allir leikmenn Grindavíkur ferskir eftir leikinn og tilbúnir í bikarleikinn gegn Njarðvík á sunnudaginn.

Tölfræðin

Umfjöllun á karfan.is

Myndir frá leiknum á karfan.is,myndin hér að ofan er fengin þar