Tap gegn Hamri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur lágu fyrir Hamri 79-82 í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Leikurinn var jafn framan af en Hamar kláraði leikin ná lokasprettinum. Pálína Gunnlaugsdóttir spilaði að nýju með Grindavík eftir nokkurra vikna fjarveru og skoraði 17 stig. Grindavík-Hamar 79-92 (20-25, 16-13, 23-28, 20-26) Grindavík: Blanca Lutley 25/9 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 17, María Ben Erlingsdóttir 16/6 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir …

Grindavík – Þór í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Í dag var dregið um hverjir mætast í 4 liða úrslitum bikarkeppninnar.  Grindavík kom fyrst upp úr hattinum og fá heimaleik gegn Þór Þorlákshöfn.  Hinn leikurinn er Tindastóll-ÍR. Leikið verður 2.-3. febrúar

Grindavík – Haukar í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tekur á móti Haukum í Dominsdeild kvenna í kvöld  Grindavík er í sjöunda sæti fyrir þessa umferð, 4 stigum frá botnsætinu en líka 4 stigum frá fjórða sætinu. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og eru Grindvíkingar hvattir til að mæta og styðja stelpurnar.

Risaþorrablót UMFG í íþróttahúsinu 1. febrúar

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Þorrablót UMFG verður haldið laugardaginn 1. febrúar nk. í íþróttahúsinu í Grindavík. Þetta sameiginlega þorrablót knattspyrnudeildar og körfuknattleiksdeildar er nú haldið í annað sinn og verður ekkert til sparað til að gera það sem glæsilegast.  ,,Þetta tókst vel í fyrra, aðsókn var góð en nú ætlum við að stækka þetta enn frekar og gera þetta að alvöru risa þorrablóti fyrir …

Björn Lúkas vann silfur á Reykjavíkurleikum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þjálfarar taekwondódeildar UMFG röðuðu sér í fyrstu þrjú sætin í -80 kg svartbeltisflokki fullorðinna á Reykjavík International games um helgina. Björn Lúkas Haraldsson sýndi frábæra frammistöðu þar sem hann sigraði reynslumikla keppendur.   Fyrsti bardagi Björns var sérstaklega spennandi þar sem andstæðingur hans var með yfir 20 ára keppnisreynslu. Staðan var jöfn eftir þrjár lotur. Bardaginn fór í gullstig sem …

Grindavík í undanúrslit

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ karla með því að leggja granna sína Njarðvík að velli í æsispennandi leik með eins stigs mun, 78-77.Í samantekt Vísis kemur fram að Grindvíkingar komust í undanúrslitin annað árið í röð og í fimmta sinn á síðustu sex tímabilum. Grindavíkurliðið hefur nú slegið bæði Reykjanesbæjarliðin, Keflavík og Njarðvík, út úr bikarnum í …

Breiðablik 2 – Grindavík 3

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík sigraði Breiðablik 3-2 í fótbolti.net mótinu í gær.  Leikurinn fór fram í Fífunni. Matthías kom Grindavík yfir á 14 mínútu og Magnús kom Grindavík í 2-0 fyrir hálfleik.  Heimamenn minnkuðu muninn áður en Magnús kom okkar mönnum í 3-1.   Staðan í A riðli þegar öll liðin hafa leikið tvo leiki er jöfn, allir með bæði sigur og tap. …

Grindavík áfram í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er komið í 4 liða úrslit Powerade bikarsins eftir sigur á Njarðvík í gær.  Lokatölur voru 78-77 í æsispennandi leik. Bæði lið hafa átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið og því mátti búast við fjörugum og spennandi leik.  Íþróttahúsið var þéttskipað og skemmtileg stemming hjá báðum hópum. Gestirnir leiddu leikinn í fyrri hálfleik og voru yfirleitt með …

Björn Lúkas vann silfur á Reykjavíkurleikum

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Þjálfarar deildarinnar röðuðu sér í fyrstu þrjú sætin í -80 kg  svartbeltisflokki fullorðinna á Reykjavík International games um helgina. Þjálfarar deildarinnar röðuðu sér í fyrstu þrjú sætin í sterkasta flokknum á Reykjavíkvíkurleikunum sem haldnir voru um helgina. Björn Lúkas sýndi frábæra frammistöðu þar sem hann sigraði reynslumikla keppendur. Fyrsti bardaginn hans Björns var sérstaklega spennandi þar sem hann keppti við …

Breiðablik – Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík mætir Breiðablik í öðrum leik sínum í fótbolti.net mótinu.  Leikurinn fer fram í Fífunni í kvöld og hefst klukkan 19:00. Grindavík tapaði fyrsta leiknum gegn FH en Breiðablik vann sinn leik gegn Keflavík. Erlendur leikmaður er til skoðunar hjá Grindavík, spánverji af filipeyskum ættum sem hefur spilað með Ray í landsliði Filippseyja.  Verður áhugavert að fylgjast með honum í …