Grindavík hefur samið við framherjann Jasmine Colbert um að leika með Grindavík í Lengjudeild kvenna í sumar. En fyrir í liðinu er tvíburasystir hennar Jada. Jasmine kemur úr Iowa State háskólanum en hún hafði einnig stundað nám í University of Albany frá 2018 til 2021. „Ég er mjög sáttur með að hafa getað fengið Jasmine til okkar. Hún mun klárlega …
Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fór fram í gær í Gjánni. Á fundinum var farið yfir síðasta starfsár deildarinnar og ársreikning. Rekstur deildarinnar á árinu 2022 gekk að mestu leyti vel og skilaði deildin örlitlu tapi á rekstrarárinu. Ingibergur Þór Jónasson var endurkjörinn formaður á fundinum en hann hefur verið starfandi formaður sl. ár. Stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFG 2023/2024: Ingibergur Þór Jónasson, formaður …
Edi Horvat til liðs við Grindavík
Grindavík hefur samið við framherjann Edi Horvat um að leika með félaginu í Lengjudeild karla í sumar. Edi kemur frá Króatíu og er 25 ára gamall. Hann hefur leikið með NK Krka í Slóveníu síðustu mánuði en var þar áður á mála hjá Legion FC í USLC deildinni í Bandaríkjunum. Edi var á reynslu hjá félaginu í nokkra daga. Hann …
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar fer fram 25. apríl
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur boðar til aðalfundar hjá deildinni sem mun fara fram þriðjudaginn 25. apríl næstkomandi í samkomusal félagsins, Gjánni. Fundurinn hefst kl. 20:00 Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar eða vilja taka þátt í starfinu er bent á að hafa samband við Ingiberg Þór Jónasson með tölvupósti á kkdumfg@gmail.com Hvetjum alla til að …
Danielle Rodriguez framlengir við Grindavík
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tilkynnir með stolti að Danielle Rodriguez hefur gert nýjan samning við félagið og mun leika með Grindavík á komandi keppnistímabili í Subwaydeild kvenna. Danielle mun jafnframt halda áfram í þjálfun hjá yngri flokkum félagsins þar sem hún hefur staðið sig frábærlega. Danielle verður þrítug í lok árs og var með 20 stig að meðaltali í leik á síðasta …
Grindavíkurmótið fer fram 15. – 16. apríl
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur stendur fyrir Grindavíkurmóti í körfubolta fyrir krakka sem eru í leikskólahóp og upp í 4. bekk. Mótið fer fram 15.-16. apríl í íþróttahúsunum í Grindavík. Um er að ræða skemmtilegt hraðmót. Lokadagur skráningar fyrir lið er 10. apríl næstkomandi. Verð: 3.000 kr.- á barn Innifalið: 4 leikir, frítt í sund fyrir fjölskylduna Aldur: Leikskólahópur upp í 4. bekk. …
Ingibergur hlýtur silfurmerki KKÍ
Ingibergur Þór Ólafarsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, hlaut á laugardag silfurmerki KKÍ fyrir fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu körfuboltans á Íslandi. Ingibergur Þór hefur starfað ötullega fyrir körfuboltann hér í Grindavík á síðustu árum og verið formaður deildarinnar undanfarin ár. Hann er vel að þessum heiðri kominn og óskum við honum innilega til hamingju með þetta. Nánar um þingið …
Grindavík fær tvo leikmenn að láni frá Stjörnunni
Grindavík hefur fengið tvo efnilega leikmenn að láni frá Stjörnunni sem munu leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Þetta eru þær Mist Smáradóttir og Heiðdís Emma Sigurðardóttir sem eru báðar fæddar árið 2005. Heiðdís Emma er efnilegur markmaður sem á framtíðina fyrir sér. Hún hefur æft með meistaraflokki Stjörnunnar undanfarin tvö ár. Hún lék 9 leiki með Álftanes …
Netkönnun um íþrótta- og tómstundastarf í Grindavík
Grindavíkurbær vinnur stöðugt að því að gera íþrótta- og tómstundastarf barna í Grindavík enn betra. Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vinnu nú að úttekt á íþrótta- og tómstundastarfi barna undir 18 ára í sveitarfélaginu. Könnunin er mikilvægur liður í því að styrkja og bæta aðstæður fyrir börn sem stunda íþróttir og tómstundir. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í könnun sem …
Martin Montipo í Grindavík
Martin Montipo er genginn til liðs við Grindavík og hefur hann félagaskipti frá Vestra á Ísafirði. Martin er 22 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem getur leyst margar stöður. Hann er uppalinn hjá Parma á Ítalíu en á fjölskyldu hér á landi og hefur einnig leikið með Kára á Akranesi. Martin æfði með Grindavík í viku og í kjölfarið var ákveðið …