Grindavík heimsækir Keflavík í 8 liða úrslitum Powerade bikar kvenna á sunnudaginn. Leikurinn fer fram í Toyota höllinni í Keflavík og hefst klukkan á hefðbundnum körfuboltatíma -> 19:15 Keflavík er í öðru sæti deildarinnar og því fyrirfram líklegri til sigurs en allt getur gerst í bikarleikum. Liðin mættust í vetur í Grindavík(seinni leikurinn í deildinni er á miðvikudaginn) þar sem …
Loksins sýndu stelpurnar sitt rétta andlit!
Stelpurnar tóku á móti Njarðvíkurstelpum í gær, Grindavíkurstúlkur mættu heldur betur ákveðnar til leiks og sást það greinilega að þær ætluðu að vinna þennan leik. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 35-15. Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkur var ekki sáttur við sínar stelpur og tók þær rösklega í gegn, Njarðvíkurstelpur virtust vakna við þetta og minnkuðu muninn Staðan í hálfleik 49-40. …
Brock kemur ekki
Brock Gillispe sem var búin að semja við Grindavík um að leika með karlaliði liðsins hefur rift samningi við félagið Brock hafði samband við Grindavík í gær, tjáði okkur að hann hafi fengið betra tilboð og kæmi því ekki. Þetta er mikið áfall fyrir Grindavík og ljóst er að þetta setur strik í reikninginn fyrir liðið. Leit stendur nú …
Unglingadómaranámskeið 2011
Unglingadómaranámskeið á vegum KSÍ verður haldið í Gulahúsinu Grindavík fimmtudaginn 13 jan kl. 17:30 Um að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Sá sem lýkur þessu námskeiði öðlast réttindi til þess að dæma í 4. flokki og neðar og getur einnig verið aðstoðardómari í …
Grindavík-Njarðvík
Bæði karla- og kvennaliðin eiga leik við Njarðvíkingar í þessari viku, stelpurnar spila í kvöld en strákarnir á morgun. Báðir leikirnir fara fram í Röstinni. Stelpurnar eru í bullandi fallbaráttu en geta lagað stöðuna sína ef þær vinna Njarðvík, leikurinn hjá þeim hefst klukkan 19:15 Strákarnir spila svo á þrettándanum og átti að vera hluti af hátíðarhöldum hér í …
Úrvalslið fyrri hluta Iceland Express deildar
Ryan Pettinella var valinn dugnaðarforkur og varnarmaður fyrri hlutans. Veitt voru verðlaun í hádeginu fyrir framúrskarandi frammistöðu í Iceland Express-deildum karla og kvenna eftir fyrri hluta keppnistímabilsins. Ryan var sá eini úr Grindavík sem veitt var viðurkenning þannig að það vekur nokkra athygli að engin leikmaður úr liðinu í öðru sæti náði kjöri í lið fyrri hluta Iceland Express deild …
Nýr leikmaður: Brock Gillespie
Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefur ákveðið að Jeremey Kelly spili ekki með liðinu eftir áramót. Kelly sem meiddist í síðasta leik á móti Keflavík var ekki orðin góður af meiðslunum og var því ákveðið að hefja leit að nýjum leikmanni. Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar óskar Jeremey alls hins besta í lífinu, enda góður drengur þar á ferð. Samið hefur verið við nýjan leikmann …
Hópið opið
Fjölnota íþróttahúsið Hópið verður opið á morgun þriðjudag frá kl. 13-16 fyrir börn og foreldra sem vilja koma og leika sér saman í fótbolta. Þetta er tilvalin samverustund á milli jóla og nýárs fyrir þá sem hafa tíma til þess að fara með krökkunum. Þeir sem vilja fá sér góða göngu geta einnig komist í Hópið …
Stjórn KSÍ fundaði í Grindavík
Stjórn KSÍ hélt stjórnarfund í Gula húsinu í Grindavík í gær. Stjórnin fer reglulega með fundina út á landsbyggðina og skellti sér til Grindavíkur að þessu sinni. Að loknum fundinum fór stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur með stjórn KSÍ í skoðunarferð um knattspyrnuhúsið Hópið og síðan bauð Stakkavík í skoðunarferð og í súpuveislu. Að endingu var komið við á kaffihúsinu Bryggjunni …
Vísir sigraði í firmakeppninni
Vísir hf. bar sigur úr bítum í firmakeppni knattspyrnudeildar Grindavíkur og Lýsis í gærkvöldi í karlaflokki, annað árið í röð. Vísir hf. hafði talsverða yfirburði á mótinu en liðið vann Njallana frá Sandgerði í úrslitaleik 6-2. Goran Lukic skoraði 4 mörk í leiknum og var valinn maður mótsins. Jaxlarnir, lið Guðmundar Pálssonar tannlæknis varð í 3. sæti eftir sigur …