Loksins sýndu stelpurnar sitt rétta andlit!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Stelpurnar tóku á móti Njarðvíkurstelpum í gær, Grindavíkurstúlkur mættu heldur betur ákveðnar til leiks og sást það greinilega að þær ætluðu að vinna þennan leik. 

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 35-15.

Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkur var ekki sáttur við sínar stelpur og tók þær rösklega í gegn, Njarðvíkurstelpur virtust vakna við þetta og minnkuðu muninn 

Staðan í hálfleik 49-40.

 

Þriðji leikhluti einkendist af mikilli baráttu, heimastúlkur vildu ekki gefa eftir forystuna og gestirnir vildu greinilega selja sig ansi dýrt fyrir sigur, staðan eftir þrjá leikhluta var 69-57.

´Gestirnir reyndu allt sem þér gátu til að minnka muninn í síðasta leikhlutanum en heimastúlkur hleyptu þeim ekki nálægt sér og varð því annar sigurleikur vetrarins staðreynd og fyrsti sigurleikurinn síðan í fyrstu umferð hjá Grindavík

Atkvæðamestar voru Boyd 28 stig, 6 fráköst Reke 16 stig 6 stoðsendingar Helga Tröllavenna 15 stig, 14 fráköst Alexandra 8 stig, Harpa  6 stig, 10 fráköst

 

Áfram Grindavík!

Sigurður Þór Magnússon, ljósmyndari, var í Röstinni í kvöld fyrir karfan.is og tók myndina hér fyrir ofan og fleira sem hægt er að nálgast hér