Grindavík-Njarðvík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bæði karla- og kvennaliðin eiga leik við Njarðvíkingar í þessari viku, stelpurnar spila í kvöld en strákarnir á morgun.

Báðir leikirnir fara fram í Röstinni.

Stelpurnar eru í bullandi fallbaráttu en geta lagað stöðuna sína ef þær vinna Njarðvík, leikurinn hjá þeim hefst klukkan 19:15

 

Strákarnir spila svo á þrettándanum og átti að vera hluti af hátíðarhöldum hér í bæ þangað til þrettándanum var frestað fram á sunnudaginn.  En hátíðinni í Röstinni verður ekki frestað og hefst hún klukkan 18:30

Strákarnir eru í öðru sæti eftir fyrri umferð en stefnan er auðvitað á toppinn, það er því mikilvægt að strákarnir fái góðan stuðning á móti Njarðvíkingum

 

Hin árlega dósasöfnun verður á laugardaginn.
Grindvíkingar eru hvattir til að taka vel á móti leikmönnum og stjórnarmönnum deildarinnar þar sem þessi fjáröflun er mikilvæg fyrir rekstur deildarinnar.

Áfram Grindavík!!