Keflavík – Grindavík á sunnudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík heimsækir Keflavík í 8 liða úrslitum Powerade bikar kvenna á sunnudaginn.

Leikurinn fer fram í Toyota höllinni í Keflavík og hefst klukkan á hefðbundnum körfuboltatíma -> 19:15

Keflavík er í öðru sæti deildarinnar og því fyrirfram líklegri til sigurs en allt getur gerst í bikarleikum.

Liðin mættust í vetur í Grindavík(seinni leikurinn í deildinni er á miðvikudaginn) þar sem Keflavík vann með 13 stigum en þegar litið er á tölfræði úr leiknum var það bara slakur þriðji leikhluti hjá Grindavík sem bar á milli liðana.