Leikir á næstunni

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Á næstu dögum og vikum tekur meistaraflokkur kvenna þátt í Faxaflóamótinu og meistaraflokkur karla í Fótbolti.net mótinu.

Stelpurnar leika við Aftureldingu í Reykjaneshöllinni á morgun klukkan 18:00 og gegn ÍBV 22 janúar, einnig í Reykjaneshöllini.

Karlaliðið tekur hinsvegar þátt í Fótbolti.net sem er mót margra af bestu liða landsins og fer fram á sama tíma og Reykjavíkurliðin keppast innbyrðis á Reykjavíkurmótinu.

Fyrsti leikur Grindavíkur er gegn HK í Kórnum 15. janúar næstkomandi, gegn Keflavík í Reykjaneshöllinni 26. janúar og Breiðablik 29.janúar.